Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Page 36

Skólavarðan - 2017, Page 36
36 VOR 2017 Líklega finnst öllum það sjálfsagt að kennar- ar og nemendur í grunnskóla hafi aðgang að fyrsta flokks kennsluefni á hverjum tíma. Að stöðugt sé verið að endurnýja skólabækur og önnur kennslugögn til samræmis við allra nýjustu upplýsingar og þekkingu. Árum saman hafði Námsgagnastofnun þetta hlut- verk með höndum en með tilkomu nýrrar Menntamálastofnunar fluttist verkefnið til. Útgáfa á kennsluefni heyrir nú undir Miðlunarsvið Menntamálastofnunar og frá því í nóvember í fyrra hefur Erling Ragnar Erlingsson leitt starf sviðsins. Útsendari Skólavörðunnar settist niður með Erling á dögunum til að ræða við hann um verkefnin sem unnin hafa verið og þau sem bíða. En við byrjum að spyrja út í stöðuna á útgáfu námsgagna. „Ég held að staðan sé að flestu leyti góð, en þó er það svolítið misjafnt eftir fögum. Í sumum greinum hefur útgáfan verið mjög öflug og í öðrum hefur krafturinn ekki verið sá sami, eins og gengur. Við sjáum að í t.d. náttúrufögunum er mikið af því kennsluefni sem nú er á boðstólum komið til ára sinna. Á móti hefur á síðustu árum verið gefið út gríðarlega mikið efni sem tengist lífsleikni. Ég ætla ekki að dæma um hvort er mik- ilvægara, en ég hef alveg spurt mig hvort áherslurnar hafi alltaf verið réttar. En það „MATADORPENINGAR“ HORFNIR ÚR BóKAÚTGÁFUNNI Menntamálastofnun hefur afnumið kvóta á hversu mikið af námsbókum hver skóli getur pantað á hverju ári. Stofnunin á um milljón skólabækur á lager og vill leggja áherslu á rafræna útgáfu á næstu árum. Erling Ragnar Erlingsson, sviðs- stjóri Miðlunarsviðs, en undir það fellur öll námsgagnagerð Menntamálastofnunar.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.