Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Side 37

Skólavarðan - 2017, Side 37
VOR 2017 37 er auðvitað mjög erfitt þegar þú ert í þessari hringiðu að sjá hvar þörfin liggur nákvæm- lega þó auðvitað sé alltaf reynt að gefa út það efni sem talin er þörf fyrir. Á bak við það er heilmikið ferli — við erum með rýnihópa, fáum ábendingar frá kennurum o.s.frv. — þannig að við sitjum ekkert hér í einhverjum fílabeinsturni og tökum geðþóttaákvarðanir um útgáfu. En það er auðvitað erfitt að finna jafnvægi í útgáfunni og ég er ekkert að segja að það hafi náðst núna. En við erum alltaf að reyna.“ Aflögðu flókið kerfi Eitt fyrsta verkefni Erlings eftir að hann hóf störf hjá Menntamálastofnun var að afnema svokallaðan námsefniskvóta og tók sú breyting gildi um áramótin. Fyrir þá sem ekki þekkja þá hefur grunnskólum síðustu árin verið úthlutað ákveðinni upphæð á hvern nemenda, sem þeir gátu pantað námsgögn fyrir. Sú upphæð var til dæmis í fyrra 4.911 kr. fyrir hvern nemanda í fyrsta til fjórða bekk, 7.686 krónur á hvern nemanda í fimmta til sjöunda bekk og 7.992 kr. á hvern nemenda í áttunda til tíunda bekk. Hver námsbók var síðan verðlögð og „seld“ hverjum skóla fyrir sig. „Kvótinn hefur verið lengi til stað- ar. Námsgagnastofnun hafði hér áður fyrr augljóslega það hlutverk að útvega skólunum námsgögn en hún var líka að selja námsgögn á almennum markaði, sem aftur kallaði á að bækur yrðu verðlagðar. Kerfið þýddi síðan að hver skóli gat pantað bækur fyrir ákveðna upphæð en þetta voru í raun sýndarviðskipti því það skiptu engir peningar um hendur. Sjálfur kallaði ég þetta viðskipti með Matadorpeninga. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið hér innanhúss að fara út úr virðisaukaskattsumhverfinu sem þýðir að ekki er lengur möguleiki fyrir okkur að selja bækur á almennum markaði. En það var svo sem ekki eina ástæðan fyrir því að þessi breyting var gerð. Við vildum líka einfalda okkur lífið því gamla kerfinu fylgdi mikil vinna. Það þurfti til dæmis að skrá hvað hver skóli var búinn að nota mikið af sínum kvóta, hvað hver skóli hafði pantað bækur fyrir háar upphæðir o.s.frv. Í gamla kerfinu gátu skólar líka endursent bækur um áramót og flutt inneign sína milli ára sem kallaði á mikið utanumhald. En þó breytingin létti okkur mjög lífið er stóra ástæðan fyrir henni sú að skólar gátu í gamla kerfinu ekki alltaf pantað það náms- efni sem þeir þurftu, sem er augljóslega ekki í lagi. Við liggjum hér með tæplega milljón kennslubækur á lager (titlarnir eru um 900) en engu að síður gátu skólarnir ekki pantað þær bækur sem þá vantaði. Það hefur nú verið lagað og við gerum okkur grein fyrir að til að byrja með gæti þetta haft þær afleiðingar að við fáum stærri pantanir en áður því skólar eru að fylla upp í það sem þá vantar. En til lengri tíma litið höfum við trú á að þetta jafnist út því það er enginn hvati fyrir skólana að panta meira en þeir þurfa og liggja þar með sjálfir með bækur á lager.“ Fáir vilja rafrænt námsefni Menntamálastofnun lauk fyrir skömmu út- boði á birgðahaldi og dreifingu námsgagna og í framhaldi var samið við fyrirtækið A4 um að sinna þeim verkefnum. Erling segir að það muni einnig einfalda stofnuninni lífið og um leið gera starfsmönnum kleift að ein- beita sér að útgáfustörfunum sjálfum. Þar sé ennþá lögð megináhersla á útgáfu á pappír enda sé eftirspurn eftir rafrænu kennsluefni mun minni en hann átti von á. Engu að síður liggi mikil vinna í rafrænni miðlun. Í dag starfi til að mynda fjórir forritarar fyrir Menntamálastofnun við ýmis verkefni, m.a. að viðhalda þeim vefjum sem stofn- unin heldur utan um en líka að uppfæra námsleiki o.s.frv. Erling segist trúa því að á næstu árum muni vægi rafrænna bóka og útgáfa rafræns kennsluefnis aukast jafnt og þétt. „Nánast allt sem við gefum út á prenti gefum við samhliða út á einhvers konar rafrænu formi. Við gerum bækur aðgengi- legar á PDF formi eða sem flettibækur. Við erum líka að prófa okkur áfram með annars konar útgáfu, svo sem að setja kennsluefni á Power Point glærur, enda er þá hægt að hafa til dæmis hljóðskrár og myndbönd inni í kennsluefninu. Við fylgjumst spennt með Microsoft Sway sem nú er verið að þróa og höfum boðið upp á kennsluefni í gegnum Google docs. Ég sé einnig fyrir mér að hægt verði að smíða vefsíður í kringum kennslu- efni enda er það miðill sem nemendur þekkja. Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég furða mig á hversu lítið er kallað eftir rafrænu kennsluefni. Ég velti því fyrir mér hvort ástæðan sé sú að skólarnir séu ekki nægilega vel tæknilega útbúnir eða hvort ástæðan sé einhver allt önnur. Það breytir því ekki að það er einhver hindrun inni í skólunum varðandi þetta rafræna efni og það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Breytt umhverfi Erling bendir á að eitt af því sem hafi haft áhrif á námsgagnagerð síðustu árin sé hversu samfélagið, og þá um leið skólakerf- ið, hafi breyst mikið á stuttum tíma. Hvers kyns upplýsingar séu einnig aðgengilegri nú en nokkru sinni fyrr. Þetta veki spurningar um hvernig námsgagnagerð muni þróast á komandi árum, hvort hún muni til dæmis breytast þannig að námsbækur myndi ákveðinn grunn en þeim til viðbótar hafi kennarar og nemendur aðgengi að rafrænu ítarefni. „Auðvitað finnum við að námsefni úreldist hraðar í dag en það gerði. Það liggur í hlutarins eðli að upplýsingar sem prent- aðar eru í bók breytast ekki þar. Ef notkun á rafrænu efni mun aukast á næstu árum myndi það auðvelda okkur alla endurskoðun á kennsluefninu. En það er því miður ekki orðið. Þannig að við finnum þetta auðvitað en við erum ekki með neina lausn á því enn sem komið er,“ segir Erling Ragnar Erlingsson að lokum. „Við sitjum ekkert hér í einhverjum fílabeins­ turni og tökum geðþótta ákvarðanir um útgáfu.“ „Við liggjum hér með tæplega milljón kennslubækur á lager en engu að síður gátu skólarnir ekki pantað þær bækur sem þá vantaði“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.