Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 38
38 VOR 2017
Ingimar Karl Helgason skrifar
Kennarar og fjölmargir sem
tengjast kennslu með einum eða
öðrum hætti styðjast við tölvur og
fjöldann allan af forritum. Þetta
gengur ekki alltaf áfallalaust.
Stundum virka hlutirnir ekki, sem getur
valdið vandræðum og töfum ekki síður en
aukinni streitu. Ásdís Ingólfsdóttir skrifaði
hér í Skólavörðuna fyrir fáum misserum um
„Helvítis skítakerfin“ og miðlaði þar reynslu
Svía og benti á að þessum þáttum yrði að
gefa gaum. Næg væri streitan í starfinu fyrir,
þótt álag vegna tölvukerfa bætti ekki á. En
hvernig er staðan í þessum efnum hér á
landi? Skólavarðan getur ekki gefið tæmandi
yfirlit í þessari grein, en hafði samband við
fólk víða að til að forvitnast um stöðu mála.
Almennt virðist fólk telja að notkun
tölva og hinna ýmsu forrita dragi úr álagi og
hjálpi heldur til en hitt, þegar á heildina er
litið. Hins vegar geta verið undantekningar
á því, til að mynda þegar fólk er að hefja
notkun á nýju forriti eða kerfi.
Þau tölvukerfi, búnaður og forrit sem
eru notuð í kennslu og tengdum störfum
þykja almennt góð. Þetta eru hefðbundin
stýrikerfi OS og Windows á nettengdum
tölvum, og stundum spjaldtölvum. Almenn
forrit á borð við tölvupóst eru nýtt, auk
þess sem skýjalausnir á borð við GSuite og
Google drive eru notuð. Einnig nýtir fólk
kennslukerfi Innu, Námfús og síðu á borð
við Mentor, svo dæmi séu tekin.
Staðan er örlítið mismunandi eftir
stöðum. Þannig er t.a.m. komið spjaldtölvu-
umhverfi í Kópavogi og í Garðabæ er unnið
eftir fimm ára áætlunum sem m.a. gera ráð
fyrir því að tölvubúnaður sé aldrei eldri en 5
ára. Í Árskóla á Sauðárkróki hafa verið stigin
markviss skref til að bæta allt tölvuumhverfi
kennara með góðum árangri.
Kennsla á kerfin
„Það er að mestu í höndum kennaranna
að læra á tölvukerfin, en það hefst með
notkun á þeim. Skilningur er til staðar á því
að það getur tekið tíma,“ segir Þórir Andri
Karlsson, grunnskólakennari í Reykjavík,
aðspurður um þjálfun og kennslu á sjálf
kerfin sem notuð eru í kennslunni og í
tengslum við hana. Hann telur að almennt
dragi notkun tölvubúnaðar úr álagi þegar á
heildina er litið.
Guðbjörg Birna Jónsdóttir, deildarstjóri
á leikskóla í Reykjavík, bendir á að starfsfólk
sé misvel í stakk búið til að læra á tölvubún-
að. „Við reynum líka að miðla upplýsingum
á milli starfsmanna um hvernig á að gera
hlutina, en það er mismikill áhugi hjá
starfsfólki á að læra á tölvurnar. Við nýtum
þá starfsfólkið með minnstan áhuga á
öðrum sviðum.“
Arndís Kjartansdóttir sem starfar við
tölvuumsjón hjá Garðabæ telur að kröfur
og álag á kennara hafi aukist samfara nýrri
tölvutækni, en það muni e.t.v. jafna sig hjá
yngri kynslóðum sem alast upp við tæknina.
„En fyrir kennara sem eru að tileinka sér
notkun tölvutækni þá held ég að álagið sé
töluvert meira en það var. Kannski myndi ég
ekki kalla þetta óþarfa álag, það eru t.d. mun
meiri kröfur um dagleg rafræn samskipti
við foreldra sem ég myndi segja að væru
ekki óþarfi, heldur nauðsynlegur hlutur
til að bæta samskipti og auka upplýsinga-
flæðið milli heimila og skóla. Nýjungar í
kennsluháttum, eins og tilkoma spjaldtölva
í kennslu, krefjast mikils undirbúnings og
þekkingar af hálfu kennara og kannski ekki
allir jafnvel í stakk búnir til að tileinka sér
þessa tækni.“ Kerfin verði hins vegar aldrei
betri en manneskjan sem notar þau.
„Það sem ég held að skorti helst sé tími
fyrir kennara til að tileinka sér kerfin, læra á
þau og verða öruggir með notkun þeirra. Við
höfum líka hugsanlega verið í einhverjum
vandræðum með hugbúnað fyrir kennslu á
íslensku,“ bætir hún við.
Krakka- og unglingavefir Menntamála-
stofnunar eru mikið notaðir í grunnskól-
anum, en þeir eru gamlir „og fylgir nýjustu
tækni ekki nægilega vel – og þar skortir
hugsanlega líka fjármagn til að gera betur
og styðja betur við kennara – útvega þeim
kennsluefni og forrit sem henta.“
óhjákvæmilegt álag
„Álag á kennara er talsvert í upphafi eins og
alltaf þegar nýr búnaður eða kerfi er tekinn
í notkun. Með tímanum hafa spjaldtölvur
þó sýnt að þær geta verið vinnusparandi,“
segir Björn Gunnlaugsson sem heldur utan
um innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum
Kópavogs. Hann bendir á að þétt þráðlaust
net sé nú að finna í öllum grunnskólum
bæjarins sem skipti miklu máli í að tryggja
að allir hafi örugga tengingu hverju sinni.
„Öllum kennurum býðst töluvert úrval
námskeiða um möguleika spjaldtölvunnar
í námi og kennslu. Einnig eru starfandi
kennsluráðgjafar við skólana sem geta veitt
aðstoð þegar á þarf að halda.“
Ingvi Hrannar Ómarsson á Sauðárkróki
bendir á að í Árskóla sé lögð áhersla á að
velja kerfi sem auðveldi starfið. „Áður fyrr
vorum við með kerfi sem virkuðu illa og
juku á álag. Þá voru kennarar og starfsmenn
lengi að skrá sig inn, ekkert þráðlaust net
var til staðar, allir unnu í borðtölvum í
sínum skólastofum/skrifstofum og nem-
endur höfðu fá/engin tæki.“ Hann segir að
kerfin séu byggð upp á valdeflingu starfs-
fólks og því að efla tækniþekkingu. Auk
þess séu tæki, kerfi og rými hönnuð fyrir
samvinnu. Þá fái starfsfólk umtalsverðan
stuðning. Það sé starfandi tölvuumsjónar-
maður við skólann „og kennsluráðgjafi
í upplýsingatækni sem leiðbeinir, auk
„HvENÆR ER EITTHvAð
NÆGILEGA GOTT?“
„Það er örugglega
að valda auknu álagi
á kennara og það
kemur upp misræmi
í kennsluaðferðum –
sumir tileinka sér nýja
tækni en aðrir ekki.“
Arndís Kjartansdóttir, Garðabæ.