Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Side 39

Skólavarðan - 2017, Side 39
VOR 2017 39 upplýsingatæknikennara, safnakennara og forritunarkennara.“ Arndís Kjartansdóttir í Garðabæ segir að kennarar hafi ekki fengið nein sérstök námskeið hjá tölvudeild bæjarins, „en í hverjum skóla er starfandi kennsluráðgjafi sem hefur haldið utan um fræðslu í upplýs- ingatækni í sínum skóla“. Fjölgun snjalltækja vandamál „Okkar helsta vandamál hefur verið nettengingar því tækjum nemenda sem eru í notkun samtímis í skólanum fjölgar með ógnarhraða og erfitt hefur reynst að fylgja því eftir með nógu góðu netsambandi. Nú er netsambandið hjá okkur t.d. ekki nógu gott en endurbætur á því eru að hefjast,“ segir Oddný Hafberg, aðstoðarskólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík. Hún segir erfitt að svara fyrir kennara um hvort tölvubún- aður hafi aukið álag. „Hvað mig varðar sem stjórnanda þá er alltaf álag að taka í notkun nýtt kerfi en yfirleitt spara þau vinnu og létta manni lífið um leið og maður hefur náð tökum á að vinna í þeim.“ Þegar kennsluumhverfi Innu hafi verið tekið í notkun hafi verið stutt námskeið í boði, „svo reynum við stjórnendur að að- stoða kennara ef þeir lenda í vandræðum og einnig eru kennarar duglegir að hjálpa hver öðrum. Kerfið er í stöðugri þróun, en alltaf þegar breytingar og viðbætur verða er sent út yfirlit yfir nýjungarnar með útskýringum um hvernig má nota þær“. Hvenær er gott orðið gott? „Hvenær er eitthvað nægilega gott?“ spyr Oddný á móti, þegar hún er innt eftir því hvort kerfin séu nógu góð. Kvennaskólinn hafi verið prufuskóli þegar kennslukerfi Innu var fyrst tekið í notkun. Veturinn 2014-15 hafi verið erfiður því margt hafi ekki virkað sem skyldi, því kerfið var í raun ekki fullbúið. Nú virki kerfið hins vegar nokkuð vel. „Inna er í stöðugri þróun og brugðist er við öllum athugasemdum og óskum um breytingar og þær gerðar ef hægt er. Þar sem þetta er sameiginlegt kerfi sem margir skólar nota getur hver einstakur skóli ekki stýrt því hvernig kerfið virkar, heldur verður að vera samkomulag milli skólanna hvað varðar óskir um viðbætur og breytingar.“ Ávinningur sem skilar sér „Notkun á tölvukerfum einfaldar allt starf kennara, gefur þeim skýra yfirsýn á stöðu nemanda hverju sinni og gerir einstaklingsmiðað nám mögulegt. Notkun á tölvukerfum er grunnur að faglegu starfi kennarans,“ segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, en sá búnaður er mjög víða í notkun í skólum. Hún telur að tengingar og tölvukostur séu almennt í þokkalegu standi þótt víða mætti gera betur. Og svo sé einnig á öðrum mikilvægum sviðum: „Skortur á þjálfun og þekkingu til að vinna í kerfum sem skólar nota er mikill. Sem dæmi má taka Mentor-kerfið. Það snýst ekki eingöngu um að læra á kerfið — grunnurinn er að skilja heildarmyndina er kemur að hæfnimiðuðu námi og námsmati samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Skólastjórn- endur þurfa að samræma starf kennara og gefa skýrar leiðbeiningar um hvernig vinna á að áætlanagerð og námsmati og hvernig hæfnikortin eru sett upp.“ Vilborg bendir á að nútímasamfélagið bjóði upp á fjölmarga möguleika í samskipt- um og það sé fólks að velja þau kerfi sem nota á og nýta þau til fulls. „Þegar verið er að innleiða nýtt kerfi og nýja ferla þá skapar það aukaálag. Sem dæmi má taka að þeir skólar sem eru að innleiða nýja kynslóð af Mentor finna fyrir auknu álagi en segja má að innleiðingin sé fjárfesting þar sem kennarar uppskera ríkulega á næsta skólaári þar sem endurnýta má námslotur, verkefni og námsefni.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.