Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Page 42

Skólavarðan - 2017, Page 42
42 VOR 2017 Lokahátíð Nótunnar – upp- skeruhátíðar tónlistarskóla fór fram með pompi og prakt í Eldborg Hörpu sunnudaginn 2. apríl síðastliðinn. Um 140 tónlistarnemendur víðs vegar af landinu komu þar fram. Nótan var fyrst haldin skólaárið 2009- 2010 og er óhætt að segja að hún skipi nú fastan, og um leið veglegan, sess í starfi tónlistarskóla á Íslandi. Um 90 tónlistar- skólar eru starfræktir hér á landi og nem- endurnir skipta þúsundum. „Með uppskeru- hátíðinni er kastljósinu beint að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu sinn- ar,“ segir á vefsíðu Nótunnar (ki.is/notan). Tryggvi M. Baldvinsson, forseti tón- listardeildar Listaháskóla Íslands, afhenti aðalverðlaun Nótunnar 2017 en þau komu í hlut Anyu Hrundar Shaddock, nemanda í Tónlistarskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar. Tryggvi sagði mikinn heiður að fá að afhenda verðlaunin. „Þeim sem er gert kleift að gera tónlistina að ferðafélaga sínum í gegnum líf – gert mögulegt að gera tónlistina hluta af sínu daglega lífi – eru einfaldlega ríkari fyrir vikið,“ sagði Tryggvi meðal annars í ávarpi sínu. Hann sagði alla þátttakendur í Nótunni vera sigurvegara og að stærsta gjöfin í tónlistarnámi væri tónlistin sjálf. Hér má sjá nokkrar svipmyndir af Lokahátíð Nótunnar 2017. Birgir Stefánsson, Einar Dagur Jónsson, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Jara Hilmarsdóttir og Salný Vala Óskarsdóttir komu fram sem Kvintett úr Töfraflaut- unni. Þau eru nemendur í Söngskólanum í Reykjavík. MYNDIR: STYRMIR KÁRI STÆRSTA GJÖFIN ER TóNLISTIN SJÁLF

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.