Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Page 8

Vinnan - 01.12.1946, Page 8
leið, en þá var kosning fulltrúa á sambandsþing að hefjast um allt land: ,,Hlutverki atvinnurekenda á að vera lokið, þegar Kommúnistar eru búnir að hreiðra um sig í verkalýðshreyfingunni......Þá á að nota kraft verkalýðssamtakanna til að þjarma að atvinnu- rekendum o. s. frv.“ Þessir menn lögðu heldur ekki í lágina þá staðreynd, að á 18. þinginu nam meirihluti sam- einingarmanna ekki nema fjórum atkvæðum, og mátti til sanns vegar færa að óreyndu, að hann sýndist ekki ofraun hinum vígreifu Ijreiðfvlk- ingarforingjum Alþýðublaðsins. Stöðvun nýsköpunarinnar, svikin í sjálfstæðis- málinu og ýmsar vítaverðar vanefndir við verka- lýðsstéttina af hálfu borgarastéttarinnar í sam- bandi við stjórnarsamvinnuna á þessu ári — sem síðar leiddi til samvinnuslita í ríkisstjórn, benti ótvírætt til þess, að afurhaldsöflin hefðu aftur sótt í sig veðrið og væru þegar farin að taka út hinn umsamda ósigur sameiningaraflanna á 19. þingi Alþýðusambandsins og þá lömun verka- lýðssamtakanna, sem fylgja mundi valdatöku gömlu þjóðstjórnaraflanna. Það er nú lýðum ljóst, að 19. þingið fór mjög á annan veg en afturhaldinu hafði verið gefin fyrirlieit um. Við kjör þingforseta, þ. e. a. s. í fyrstu átökunum, sem gefið gátu hugmynd um kraftahlutföll, höfðu sameiningarmenn 47 at- kvæða meirihluta eða um það bil tólffaldað hinn veika meirihluta sinn frá 18. þinginu. — Þessi atkvæðagreiðsla í þingbyrjun var vitnisburður sambandsfélaganna um starf sambandsstjórnar á síðast liðnum tveirn árum, milli þinga, — dómur reynslunnar. Þeir Alþýðublaðsmenn kornu fram á þinginu þegar í byrjun sem sjálfkjörnir og sjálfsagðir and- stæðingar fráfarandi sambandsstjórnar í hverju máli, og töluðu jafnan í sjálfteknu umboði ein- hvers áskapaðs ,,minnihluta“ í öllum málum. Árásir þeirra voru hávaðakenndar og gagn- sýrðar flokksofstæki, gagnrýni þeirra menguð per- sónulegum gífuryrðum og sneydd málel'nalegu innihaldi. Ófriður þeirra ófriðarins vegna. Þótt hinn fjölmenni hópur fulltrúanna hafi verið haldinn ólíkustu stjórnmálaskoðunum, ei óhætt að fullyrða, að hér var úr ýmsum stjórn- málaflokkum saman kornið margt úrvalsmanna, sem litu á sig fyrst og fremst á þessu þingi sem fulltrúa félags síns og stéttarsamtaka til að taka þátt í lausn vandamálanna á málefnalegum grundvelli, heils hugar, og án flokkspólitískra fordóma. Má geta nærri hvernig þessum ágætu fulltrúum varð við að heyra hvern lýðræðispostulann á fætur öðrum, hvern öðrum eldri og reyndari í verkalýðssamtökunum, hafa í hótunum við æðstu lýðræðisstofnun verkalýðssamtakanna, sjálft sam- bandsþingið, ef það dirfðist að afgreiða mál á annan veg en þeirra eigin persónulegi vilji bauð. Sannaðist enn sem fyrr, að reynslan er jafnan ó- lygnust, enda tileinkuðu fulltrúarnir sér lær- dóma hennar á 19. þinginu ekki síður en sam- bandsfélögin á s. 1. starfstímabili, þótt tíminn væri naumur. Á 5—6 dögum. eða frá því að kjör þingforseta fór fram og þar til við kjör sambands- forseta höfðu flokksofstækismenn lækkað at- kvæðatölu sína úr 84 niður í 65 atkvæði, — og J>egar þingið lýsti trausti sínu á störfum fráfar- andi sambandsstjórnar, fengu þeir aðeins 50 full- trúa til mótatkvæða. Eins og á 18. þinginu buðu sósíalistar og sam- einingarmenn sameiginlega uppstillingu í sam- bandsstjórn og samkomulag um persónuskipan liennar, til að tryggja sem bezt samstarf í forystu sambandsins. — Eins og fyrr var ekki við þetta kontandi. Hinsvegar buðu hinir „samkomulag“ milli Sós- íalista og Alþýðuflokksmanna um það, að þessir flokkar tilnefndu hvor um sig sína menn, án sam- komulags um mennina, sem sé samkomulag um tveggja ára ófrið í forystu verkalýðssamtakanna, óstarfhæfa sambandsstjórn. Með svipuðum hætti og á 18. þinginu gerðu sameiningarmenn því sínar eigin tillögur um sambandsstjóm, og er hún nú eins og áður skipuð mönnum með ólíkar stjórnmálaskoðanir, en jafn- framt mönnum, sem þekktir eru að góðu sam- starfi á undanförnum árum. Munu flestir sam- mála um að vel hafi tekizt um val sambandsstjórn- ar, enda jafn sammála urn að af því muni ekki veita með tilliti til hinna mörgu o°' miklu verk- efna, er 19. þingið fól sambandinu að leysa á næstu tveim árum. Hér verður ekki getið nema örfárra helztu verkefnanna. Þingið lagði áherzlu á að haldið skyldi áfram sem fyrr baráttu sambandsins fyrir daglegum hagsmunum verkalýðsins og að staðið yrði sem bezt á verði gegn hvers konar tilraunum í þá átt að skerða í einni eða annarri mynd það sem þeg- ar hefur unnizt í hagsmunabaráttunni til handa vinnandi fólki í landinu. Gætt skyldi fyllstu árvekni af hálfu verkalýðs- samtakanna gegn þeim öflum, sem sitja um tæki- færin til að innleiða aftur atvinnuleysið í land- 314 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.