Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Side 10

Vinnan - 01.12.1946, Side 10
Hin nýkjörna sambandsstjórn Alþýðusambands Islands á fyrsta fundi sinum, laugardaginn 16. nóv. 1946. Talið frá vinstri, sitjandi: Sigurður Stefánsson, Vestmannaeyjum, Markús Ö. Thóroddsen, Patreksf., Sigurður Guðnason, Rvik, Björn Bjarna- son, ritari sambandsstjórnar, Stefán Ögmundsson, varaforseti sambandsstjórnar, Hermann Guðmundsson, forseti sambands- stjórnar, Kristinn Ag. Eiríksson, Rvik, Guðgeir Jónsson, gjaldkeri sambandsins, Bjarni Þórðarson, Neskaupstað. Standandi frá vinstri: Jóhann Sigmundsson, Sandgerði, Jón Rafnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, Páll Ó. Pálsson, Sandgerði (vara- maður), Gunnar Jóhannsson, Siglufirði, Guðmundur Vigfússon, erindreki sambandsins, Tryggvi Helgason, Akureyri, og Bjarni Erlendsson, Hafnarfirði. A myndina vantar þessa sambandsstjórnarmenn: Jón Timótheusson, Bolungavik, Ingu Jó- hannesdóttur, Seyðisfirði og Borgþór Sigfússon, Hafnarfirði. Nítjánda þing r Alþýðusambands Islands Hið nýlega afstáðna 19. þing Alþýðusambands íslands var hið fjölmennasta þing, sem háð hefur vexið í sögu sambandsins. Sátu það um 230 full- trúar, en í Alþýðusambandinu eru nú 123 félög með nær 22 þúsundir meðlima. Þingið var haldið í samkomusal Mjólkurstöðv- arinnar og sett 10. nóvember síðastliðinn klnkk- an rúmlega fjögur. Var setningarathöfnin með miklum hátíðabrag í tilefni af 30 ára afmæli sam- bandsins. Heiðursgestir við þingsetninguna vorn Otto N. Þorláksson, fyrsti forseti Alþýðusam- bandsins, og kona hans, Carolina Siemsen. Enn- fremur Pétur G. Guðmundsson og Rósinkranz A. ívarsson. í tilefni 30 ára afmælisins sátn þingið fulltrúar frá verkalýðssamböndum Norðurlanda, þeir Alfred Skar ritstjóri frá Verkalýðssambandi Noregs, Albin Lind ritstjóri frá Verkalýðssam- bandi Svíþjóðar og Carl P. Jensen ritari frá Verkalýðssambandi Danmerkur. Verkalýðssam- band Færeyja ætlaði einnig að senda fulltrúa, 316 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.