Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Qupperneq 11

Vinnan - 01.12.1946, Qupperneq 11
Magnus Thorheim, en hann fékk enga ferð og gat því ekki komið. Einnig voru gestir þingsins þeir Guðjón B. Baldvinsson, forseti Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Lúter Grímsson, fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambands Islands, og Sigurður Guð- geirsson, fulltrúi Iðnnemasambands íslands. Forseti þingsins var kosinn Þóroddur Guð- mundsson, I. varaforseti Guðgeir Jónsson og 2. varaforseti Steingrímur Aðalsteinsson. Aldrei áður hafði verið vandað eins til undir- búnings nokkurs sambandsþings, og var fundar- salurinn fagurlega skreyttur. Yfir forsætinu var rauður fáni, en framan við hann voru fánar allra Norðurlandanna. A veggjunum voru spjöld með áletruðum kjörorðum þingsins: Verndum einingu alþýðunnar. Lifi Alþýðu- samband Islands. Eining verkalýðsins er afl, sem ekkert vígi fær staðizt. Aldrei framar atvinnuleysi. Knýjum fram upp- byggingu atvinnuveganna. Lýðraíði er fjöregg þjóðarinnar. Lifi Alþjóðasamband verkalýðsins. Á fundarborðunum í salnum voru spjöld með nöfnum allra sambandsfélaga, sem fulltrúa sendu og sætanúmerum, svo að hver fulltrúi gat gengið að því sæti, sem honum var ætlað. Á borði hvers fulltrúa fá mappa fyrir þingskjölin. Forseti Alþýðusambandsins, Hermann Guð- mundsson, setti þingið og drap fyrst á hin breyttu viðhorf frá því 18. þingið var háð, þegar styrj- öldin geysaði. Því næst minntist hann þeirra manna íslenzkra er látið höfðu líf sitt, af völdum stríðsins frá því 18. þingið var haldið svo og ann- arra félaga, sem látizt höfðu á þessu tímabili. Sér- staklega minntist hann Laufeyjar Valdimarsdótt- ur, sem eins og kunnugt er vann mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu alþýðunnar, og Sigurðar Jó- hannssonar skipstjóra frá Eskifirði, sem fórst Konur á 19. þingi Alþýðusambands Islands, talið frá vinstri sitjandi: GuÖbjörg Guðmundsdóttir, Seyðisfirði, Dagrney Ein- arsdóttir, Vestm.eyjum, Helga ]óhannesdóttir, Sauðárkróki, Jónína Hermannsdóttir, Hofsósi, Hólmfr. Helgadóttir, Rvik, Þuríður Friðriksdóttir, Rvik, Elisabet Eiríksdóttir, Akureyri, Rikey Eiriksdóttir, Siglufirði, Ásta Ólafsdóttir, Siglufirði, Guð- rún Guðvarðardóttir, Akureyri og Ragnhildur Snædal, Eskifirði. Standandi talið frá vinstri: Aðallieiður Bjarnfreðsdóttir, Vestm.eyjum, Sigriður Ólafsdóttir, Akranesi, Gunnhildur Guðjónsdóttir, Rvík, Vilborg Ólafsdóttir, Rvík, Halldóra Ó. Guð- mundsdóttir, Rvík, Elin ]óelsdóttir, Rvik, Þorgerður Þórðardóttir, Húsavik, Halldóra Eiríksdóttir, Siglufirði, Kristrún Krist- jánsdóttir, Rvík, Guðrún Sveinsdóttir, Rvik, Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Rvik, Petra Pétursdóttir, Rvik og Guðrún Finnsdótt- ir, Rvik. Á myndina vantar fulltrúa Verkakvennafél. Framtiðarinnar i Hafnarfirði, þœr Sigurrós Sveinsdóttur, Guðrúnu Nikulásdóttur og Sigríði Erlendsdóttur. VI N N A N 317

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.