Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Qupperneq 16

Vinnan - 01.12.1946, Qupperneq 16
þeirra senr einn maður, þannig að meðlimirnir ráði einir samökum sínum. Þingið álítur, að baráttan gegn pólitískum hlutfallskosningum og ófriði í verkalýðshreyfing- unni sé barátta um sjálfa tilveru og sjálfstæði verkalýðssamtakanna í landinu og skorar því á verkafólk um land allt að fylkja sér einhuga um Alþýðusamband Islands, vernda sjálfstæði þess og einingu og efla bróðurlegt samstarf verkafólks, hvar í flokki sem það stendur." Unr kjör sjómannastéttarinnar var sanrþykkt eftirfarandi ályktun: „19. þing Alþýðusanrbands Islands lítur svo á, að launakjör og aðbúnaður sjómannastéttarinn- ar sé enn senr fyrr lakari og misjafnari en annarra starfstétta þjóðfélagsins. Þess vegna verður höfuð- verkefni verkalýðsfélaganna og heildarsamtaka al- þýðunnar á næstu tínrum á sviði launamálanna sérstaklega að bæta og samræma kjör sjómanna 0|g aðbúnað þeirra það nrikið, að atvinnutekjur og lífskjör þeirra, senr gera sér sjómennsku að at- vinnu, verði það góð að vel sé sambærilegt við kjör annarra starfstétta og gefi von um betri af- komu þegar vel gengur. Telur jjingið að í þessu efni beri að leggja á- herzlu á eftirfarandi: 1. Að tryggja öllum hlutaráðnum mönnum lág- markskaup, að minnsta kosti til jafns við kaup landverkamanna, se mvinna venjulegan vinnu- dag við sambærilega vinnu (svo sem ísun fisks í skip, fiskaðgerð o. þ. lr.). Sjómanna- oig verkalvðs- félögin leggi áherzlu á, að fá þessi ákvæði inn í alla samninga sína. Jafnframt telur þingið rétt ob sjálfsagt að útgerðarmenn geri þá kröfu til Al- þingis, að jrað setji nti þegar löggjöf, er geri þeim fært að tryggja sig gegn skakkaföllum vegna kaup- trygginga og heitir útvegsmönnum fulltingi sínu til að fá slíka löggjöf fram. Otto N. Þorláksson, fyrsti forseti Alþýðusam- bandsins, ávarpar þingið Hermann Guðmundsson, núverandi forseti Al- þýðusambandsins, setur þingið. 2. Fiskverð og afurðasölumál. a) Fiskverð innanlands verði hækkað verulega og ekki lægra en 65 aura fyrir kg af þorski með liaus miðað við vísitölu 300, fyrir næstu vetrar- vertíð. b) Þingið krefst þess, að Alþýðusamband ís- lands fái að tilnefna menn í nefndir jrær, sem á- kveða verð á lrvers konar sjávarafla, sem sjómenn eiga hlut í. Verði þessari kröfu ekki sinnt, getur sambandið ekki falliz.t á, að aflaverð jrað, senr á- kveðið verður, sé á nokkurn hátt bindandi fyrir sjómenn og áskilur sambandið sér þá rétt til að beita þeim aðgerðum, sem þurfa þykir til að knýja franr sanngjarnt verð til handa sjómönnum. c) Þingið krefst þess, að Alþýðusambandi ís- lands verði gefinn kostur á að tilnefna í sölu- nefndir allra sjávarafurða á erlendum markaði jafn marga menn og útvegsmönnum verði gefinn kostur á að tilnefna, enda skipi þessir aðilar báðir meirihluta slíkra nefnda. Telur þingið nauðsyn- legt, að ein nefnd hafi til sölumeðferðar allar þær íslenzkar sjávarafurðir, sem seldar verða á erlend- um markaði. d) Valdir verði vel hæfir og nægilega margir rnenn til að leita markaða fyrir íslenzkar sjávar- afurðir, og stefnt verði að því að ná sem mestum viðskiptum við þær þjóðir, sem hagjkvæmust kjör bjóða og líklegar eru til varanlegra viðskipta. 3. Afnám þátttöku í útgerðarkostnaði og sam- ræming hlutaskipta. Þingið lítur svo á, að stefna beri að því að afnema þátttöku hlutamanna í út- gerðarkostnaði. Ennfremur að stefna beri að sam- ræmingu hlutaskipta eftir jrví sem ástæður leyfa. 4. Kjör togarasjómanna. Þingið lítur svo á, að þörf sé á að taka til endurskoðunar kjör togara- sjómanna með það fyrir augunr að hækka laun þeirra og stytta vinnutímann. 5. Síldveiðisamningarnir. Þingið leggur til að 322 VINNAN i

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.