Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Page 25

Vinnan - 01.12.1946, Page 25
brezka hagsmuni, að ekkert annað hafi komizt að en sala til þessa eina auðhrings. Á síðast liðnu ári tókst í fyrsta sinn að brjóta nokkuð skarð í .einokunarmúr Lever Brothers í þessnm efnum. Það tókst eftir mikið stríð að selja nokkuð af lýsisframleiðslunni til Ráðstjórn- arríkjanna og Tékkóslóvakíu, sem standa utan við brezka hringinn. Á því ári tókst um leið að hækka lýsisverðið um 70%. Við þessa samninga kom áþreifanlega í ljós, að undanfarin ár hefur pessi hrezki auðhringur stungið i sinn vasa rnörg- um tugum milljóna af andvirði islenzku síldar- oliunnar. Þrátt fyrir þá reynslu, sem þarna fekkst, er fjarri því, að ráðandi menn á íslandi vilji af þessu draga eðlilega lærdóma. Enn vilja þeir vera aftaníossar Breta og geta varla hugsað sér við- skipti við aðra. Þegar fulltrúar þeirra þjóða, sem s.l. ár buðu upp lýsisverðið, gera nú tilraun til að fá keypt meira magn en áður af síldarolíunni og bjóða um leið að kaupa af okkur aðrar sjávar- afurðir okkar á bezta verði, þá kemur hið sama upp og áður, að ýmsir ráðamenn meðal íslend- inga telja lýsissölu til Rússa og Tékka þjóð- hættulega og jafngilda innlimun landsins í verzl- unarkerfi þessara þjóða. Hvað veldur þessum tenffslum vissra íslendinaa við enska auðhrina;a? Hvers vegna geta þessir menn ekki tekið þá af- stöðu í þessum efnum, sem íslenzkir hagsmunir krefjast, að selja þeim afurðirnar, sem bezt verð bjóða og hagstæðasta samninga? Og hvers vegna ætti sala á sjávarafurðum okk- ar til Austur-Evrópuþjóða, sem greiða í frjálsum gjaldeyri, frekar að teljast innlimun í verzlunar- kerfi þeirra en sams konar sala til Breta, sem þó vilja ekki greiða í frjálsum gjaldeyri? Dæmið um Levers Brothers og lýsissöluna er í rauninni ekkert einstætt í þessum efnum. Sams konar atburðir eru einnig að gerast í sölu annarra sjávarafurða okkar. Háð hefur verið hörð deila í ríkisstjórninni og í þeim stofnunum, sem nteð þessi mál hafa að gera, um það livort áfram skuli haldið í gömlu brezku samböndin eða skipt við þær þjóðir, sem betur bjóða og eru líklegri til framtíðarviðskipta. Það er höfuð-nauðsyn í sambandi við upp- byggingu sjávarútvegsins og nýsköpun atvinnu- lífsins á íslandi yfirleitt, að almenningur í land- inu geri sér þennan þátt málanna, afurðasöluna erlendis, fyllilega ljósan og fylgist með þeinr átök- um, sem fram fara og geri ráðamönnum landsins ljósa þá staðreynd, að þjóðin mun ekki líða gróðabrall einstakra íslendinga og erlendra auð- Jtringa, sem leitt getur til þess að ávinningur ný- sköpunarinnar verði uppétnir af þeim. Erlendir auðhringar og innlendir braskarar eiga skipti við íslenzka útgerð á fleiri sviðum en í afurðasölumálunum. Allir hlutir, sem til út- gerðarrekstursins þurfa, eru rneira og minna skattlagðir af þessum aðilum. Olíuhringarnir hafa að mestn verið einráðir um olíuverðið. Gróði þeirra er mikil’l og ekki gott að segja um hve þungur sá baggi er, sem þeir leggja árlega á útgerðina. Árið 1943 játuðu olíufélögin hér, að gróði þeirra væri um 2.6 millj. króna, en ábyggi- lega hefur hann verið allmiklu meiri. Svipuð er sagan um aðrar nauðsynjar útgerðar- innar. Ýmist eru það innlendir eða erlendir fé- sýslumenn, nema hvort tveggja sé, sem taka drjúg- an skilding í milliliðagróða. Vélbátaútgerðin notar á ári hverju nú orðið um 60—70 þús. tunnur af síld til beitu. Söluverð þessarar beitu er nú um 8—9 milljónir króna. Af kunnugum mönnum er talið, að verð þetta sé að minnsta kosti 30% of hátt, þó að gert sé ráð fyrir nokkrum hagnaði til þeirra, sem söluna annast. Er þá útgerð bátanna á þessurn eina lið skattlögð af gróðabrallsmönnum um 21/9—3 milljónir kr. á hverju ári. Sagan af veiðarfæraverzluninni er sízt betri. Þar má segja, að ríki fullkomin einoknn eins fyrirtækis. Þar sem fiskibátar verða að flytjast milli lands- fjórðunga til vetrarveiða, mæta þeim alls staðar flestar tegundir braskaðaliðs til þess að reyta til sín afraksturinn af úthaldinu. Verstöðvaeigendur leigja sums staðar útgerðarstöðvar fyrir okurfé og má í því efni nefna dæmi eins og Hornafjörð, þar sem aðkomubátar verða að greiða 4% af brúttóafla í viðlegugjald. Þannig hagar þessum málum til. Aukin fram- leiðsla og meiri afköst duga ekki, ef gróðamögu- leikar þessara aðila verða ekki heftir. Ef almenn- ingur í landinu á að fá að njóta nýsköpunarinn- ar, þá verður að byrgja þennan brunn. Erlendir auðhringar eiga ekki að ráða afurðasölumálum okkar og innlendir braskarar eiga ekki að fá að þrifast á sjávarútveginum. Launakjör fiskimanna verða að batna til veru- legra muna. Sjómennirnir eiga að hafa hærra kaup en þeir, sem í landi vinna. Þessu marki ætlum við m. a. að ná með nýsköpun sjávarút- vegsins. Útvegsmenn jafnt sem sjómenn krefjast nú hærra fiskverðs og betri kjara. Það er skylda og nauðsyn að verða við þessum kröfum þeirra. VINNAN 331

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.