Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Page 36

Vinnan - 01.12.1946, Page 36
PÉTUR GEORG: AHUDSONBOKKUM Það hallar degi. Ég geng niður 70. stræti, niður að East River, yfir á mjóa gangstiginn á sjálfum fljótsbakkanum. Svo nem ég staðar og virði fyrir mér umferðina á fljótinu. Það er aðfall, sterkur straumur upp fljótið, inn í landið. Skipaganga er mikil. Flest fara skipin upp fljótið, undan straumnum. Þar fara feiknstórar, klunnalegar vöruferjur, stór og smá dráttarskip, skrautlegar lystisnekkjur, stórar og smáar. Skipin koma aust- an fyrir Brooklyn, vestan fyrir Manhattan, eða virðast jafnvel koma beint af hafi. Þeim skilar hratt áfram, hafa straumbyrinn undir skut. Stefna inn í landið og liverfa. Önur koma í ljós, vaða framhjá og hverfa. Eitt gufuskip allstórt er sérvitringur, eða ratar ekki þennan þjóðveg. Það kemur þvert yfir fljótið frá Welfare Island, langri og mjórri eyju í fljót- inu, stefnir skálialt upp í strauminn, en ber mátu- lega undan til þess að koma á áætlunarstað við bakkann skammt frá mér. Þar er bygging ein á bakkanum, og af þaki hennar gengur hágöngu- brú í áttina að strætunum. Landfestum er varpað og ferjan bundin. Það tekur fáar mínútur. Upp úr skipinu kemur þyrping manna, sem líður eins og straumur upp á bakkann, upp stiga utan á byggingunni, þreföld og fjórföld röð, áfram upp á hágöngubrúna og áfram í áttina til borgarinnar. Það er einhver uppspretta af mannfólki í ferj- unni, sem aldrei ætlar að þrjóta — finnst mér. Jú, nú þynnast raðirnar, verður strjálingur, loks stak- ar eftirlegukindur. Fljótt á litið er ekki alveg víst að þetta séu menn. Ekki eru það heldur englar, það er af og frá. Þessar verur eru flestar kolsvartar, þar sem sér á hörund. Kannske eru þetta púkar, sem hafa brugðið sér í mannslíki, blanda sér saman við fólkið og ætla að gera því bölvun. Þá er illa farið, ef mannfólkið varar sig ekki á þessum púkum í tíma, mannfólkið sem ber þó utan á sér hið æðsta og ótvíræðasta einkenni göfgi og menning- ar, hvítan hörundslit. En nú opnast ný flóðgátt og annar straumur að falla, í öfuga átt. Hann brýst út úr byrginu og Pétur Georg streymir yfir á ferjuna. Það er stríður straumur og varir lengi. Mestallt svartar verur. Loks fjarar út úr byggingunni. Festum er kastað. Skipsskrúf- an veltir upp háum múrum freyðandi vatns. Skipsbáknið leiðir á vangann og hallrangar yfir fljótið yfir að hinum bakkanum á Welfare Island. Ég sný við og geng upp með fljótinu þar til fyrir verða langir stigar upp á hágöngurnar undan 88. stræti. Það er orðið fámennt uppi á hágöngunni. Him- inninn er heiður og lóftið óvenju tært. í vestri ljómar kvöldbjarminn gegnum sund og skörð milli hrúðurdranga miðborgarinnar, sem eru að verða að ægilegum og skuggalegum nátttröllum. Fljótið er þögult. Þó að hver skipsbógurinn á fæt- ur öðrum velti upp háum hrönnum af vatni, sem byltast freyðandi til beggja hliða, þá gætir þess ekki fyrir straumiðinum undir fótum mér. Þar falla tveir stríðir straumar eftir East River Drive. Annar suður, hinn norður. Þetta eru bifreiðar í nærri óslitnum röðum, tvísettum og þrísettum. Þær bruna þarna stanzlaust, nótt og dag. Ég heyri bílanna þyt, en ég veit ekki hvaðan þeir koma eða hvert þeir fara. Umferð gangandi fólks er að mestu þrotin þarna sem ég er, enda fara víst þeir einir þarna um, sem ekkert erindi eiga, — eins og ég. 342 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.