Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Page 44

Vinnan - 01.12.1946, Page 44
/ A BÆKUR OG HÖFUNDAR v.___________________j íslenzk bókaútgáía annað og meira en styrjaldarfyrirbrigði Svo lítur út, enn sem komið er að minnsta kosti, sem hin mikla íslenzka bóka- útgáfa á stríðsárunum muni reynast annað og meira en venjulegt styrjaldarfyrirbrigði, því að þótt talsvert sé farið að gæta stöðn- unar á ýmsum sviðum þjóðfélagsins stend- ur bókaútgáfan enn í fullum blóma og virð- ist jafnvel fremur aukast heldur en hitt, og hefur búningur bókanna og frágangur all- ur jafnframt tekið miklum framförum. Þó að talsvert af miðlungsbókum og þar fyrir neðan sé gefið út og keypt, virðast hinar góðu og ágætu bækur, sem út koma, ekki rata síður í skápa og hillur hinnar bókhneigðu íslenzku þjóðar. Er þetta góð- ur vottur þess, að þótt við höfum, í pen- ingaflóði stríðsáranna, lagt allmikla á- herzlu á að afla hinna tímanlegu verðmæta, höfum við ekki með öllu glatað sál okkar — að hinn bölvísi púki auðshyggju og heimslystar hefur ekki náð að jarðvarpa okkur á sínu lævísa skessubragði, heldur höfum við með vaxandi velmegun, gerzt andlegir sælkerar. Þegar þetta er ritað, stendur yfir bóka- sýning í Listamannaskálanum á vegum Helgafellsútgáfunnar. Er sýning þessi hin glæsilegasta og ber þess ljósan vott, hversu íslenzk bókaútgáfa er komin á hátt stig. A einum sýningarveggnum er „statistik" um bókaútgáfu á hverja hundrað þúsund íbúa í nokkrum löndum, og eru þær upplýsingar úr bók, er Munksga^rd hefur nýlega gefið út um þetta efni. Heldur þar engin þjóð nándar nærri til jafns við Islendinga. Skal nú getið nokkurra þeirra bóka, sem Vinnunni hafa borizt og verður fyrst minnzt á: Þrjár síðustu bækur „Listamannaþings" Fyrsti bókaflokkur „Listamannaþings“ er nú allur kominn út, og er útgáfa annars flokks að hefjast. Þrjár síðustu bækur fyrsta bókaflokksins eru: Kaupmaðurinn í Feneyjum, eftir Shakespeare, Sigurður Grímsson íslenzkaði, Salome, eftir Oscar 350 Wilde, í þýðingu Sigurðar Einarssonar, og Simon Bolivar, eftir van Loon, þýðandi Arni Jónsson frá Múla. Það er ekki barnameðfæri að þýða verk öndvegisleikritahöfundar veraldar til þessa dags, William Shakespeares, á erlendar tungur, og hefur margur hnotið um lægri þúfu. Fyrir nokkrum árum tóku Danir eitt frægasta leikrit hans, Hamlet, „moderni- seruðu" það og settu á svið. Mig minnir, að eitt af listbrögðum þeirra hafi verið á þá lund, að þeir klæddu Hamlet Danaprins, sem „gamla tíð sá gengna úr lið, en gat ei læknað hana“ í pokabuxur, eins og þeir byggjust við því, að hann mundi ef til vill „stinga af“ frá leiksviðinu, af því að hann kynni ekki við umhverfið, og fá sér spássertúr upp á Himmelbjærget. Ekki urðu danskir leikhús- gestir sérlega hrifnir af þessari múnderingu á Hamlet. Mörg af leikritum Shakespeares hafa ver- ið þýdd á íslenzku, og hafa þær þýðingar verið mjög misjafnar að gæðum, en að flestra dómi munu Shakespeareþýðingar Matthíasar snjallastar. Þó að Kaupmaðurinn í Feneyjum sé ef til vill ekki talinn með beztu leikritum Shakespeares, mun hann vera meðal þeirra vandþýddustu. Og þó að ég byggist við öllu góðu af Sigurði Grímssyni í þessari grein, kveið ég hálfpartinn fyrir því að sjá Kaup- manninn „í pokabuxum" í hinum íslenzka búningi. En reynslan varð önnur. Þó að Shakespeareþýðingar Matthíasar séu ris- meiri á köflum, er þýðing Sigurðar Gríms- sonar á Kaupmanninum jafnari og misfellu- minni, og hefur hann siglt þar vel milli skers og báru. Þýðing Sigurðar Einarssonar á hinu fræga leikriti Oscar Wildes, Salome, er einnig mjög vel af hendi leyst, enda eru þeir nafnar, Sigurður Grímsson og Sigurð- ur Einarsson hinir málhögustu menn og skáld góð. Síðasta bók fyrsta flokks „Listamanna- þings“ stingur nokkuð í stúf við hinar bæk- urnar um efni. Hún er ekki skáldverk, heldur ævisaga, að vísu mjög vel samin ævisaga, eins helzta frelsisfrömuðar Suður- Ameríkumanna, Simon Bolivars. Enda þótt þetta sé ágæt bók í sinni röð og þýðing Árna frá Múla góð, finnst mér bókin, efnis- ins vegna, tæplega eiga heima í bókaflokki, sem kenndur er við Listamannaþing. Islendingasagnaútgáfan Fyrstu sex bindin af íslendingasagna- útgáfu Guðna Jónssonar eru komin út í hinum myndarlegasta búningi. Er þetta fyrsta heildarútgáfan, sem gerð hefur ver- ið af Islendingasögum og um leið stærsta samfellda útgáfan, sem gerð hefur verið af einu ritsafni hér á landi til þessa.. Utgáf- an er hin skipulegasta. I fyrsta bindinu eru Islendingabók og Landnámabók, en síðan eru sögurnar og þættirnir flokkaðir eftir atburðasvæði og kenndar við þau hér- uð og sýslur, þar sem þær gerast og eru bindin nefnd eftir því, t. d. Snæfellinga- sögur, Borgfirðingasögur o. s. frv. Er þessi niðurröðun sjálfsögð. Guðni Jónsson ritar stuttan en greina- góðan formála að hverju bindi, þar sem hann gerir grein fyrir sögunum, en ýtar- legastur er formáli fyrsta bindis, þar sem hann rekur það, hvenær sögurnar gerast, hvenær þær hafi verið ritaðar, hvað vitað sé um höfundana, hvernig efnið hafi verið í hendur búið, heimildagildi, sagnanna o. s. frv. I þessum formála gerir hann einnig grein fyrir útgáfunni og segir þar m. a. um útgáfuna: „Hún á að vera nokkurs konar árgjöf til íslendinga á morgni hins endur- reista lýðveldis og stuðla að því að fleyta fram þekkingu þjóðarinnar á sögum vorum til komandi kynslóðar. Hún á að hjálpa æskulýð Islands á frumbýlingsárum sjálf- stæðisins til þess að finna sjálfan sig og kiillun sína og hlutverk meðal þjóða heimsins.“ Islenzk þjóð virðist um þessar mundir á hálfgerðum villigötum. Væri vel ef þessi ágæta lesútgáfa Islendingasagna gæti orðið til þess að þjóðin finndi sjálfa sig á ný. Heildarútgáfa á Ijóðum Einars Benediktssonar Fyrir nokkru kom út, á vegum ísafoldar- prentsmiðju, heildarútgáfa af Ijóðum Ein- ars Benediktssonar, og er það í fyrsta skipti, sem heildarútgáfa kemur af öllum Ijóðum Einars. Útgáfa þessi er í þremur bindum og mjög til hennar vandað. VINNAN i

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.