Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 24
22
hinn í Ólafsfirði. Næst varð sóttarinnar vart í Dalvík í ágúst, og síðan
hér og hvar í hverjum mánuði til ársloka; yfirleitt var sóttin mjög væg,
og er mér kunnugt um, að miklu fleiri fengu hana en læknis leituðu.
Sóttin mun hafa borizt hingað frá Akureyri. Aðeins 1 karlmaður
fékk orchitis. Þó nokkrir fengu hita, þrautir og ejmisli í kviðinn oftar
v. m., nokkrum dögum áður en munnvatnskirtlarnir fóru að bólgna,
en aðrir fengu svipuð „al)dominaIia“ upp úr hettusóttinni.
Akureyrnr. Hettusótt gekk víða um héraðið og bar á henni alla mán-
uði ársins, og kemur enn fyrir þegar þetta er ritað. Veikin hefir verið
væg.
Rcykdæla. Hettusótt barst í Mývatnssveit í október. Fór sér hægt í
fyrstu, jókst í desember, en náði sér á strik eftir áramótin og gekk þá
um alla Mývatnssveit, bæ frá bæ, allþung veiki. Margir lágu frá 10—14
daga og voru lengi að ná sér.
Öxarfi. í febrúar kom hraustur karlmaður frá Reykjavik til Rauf-
arhafnar, sjóleiðis, nýorðinn lasinn af hettusótt. Hann umgekkst
fjölda manns, enda engin varúð höfð, en smitaði engan. í lok apríl
barst hettusótt samtímis í Axarfjörð og Núpasveit, með mönnum, er
komu frá Akureyri. Síðar á vorinu eða snemma sumars, frá Þórshöfn
til Raufarhafnar og e. t. v. enn á fleiri vegu inn í héraðið. Hún barst í
vor í alla hreppa nema ekki á HólsQölI, svo ég muni, og var enn á ferli
í árslok — þá eingöngu á Raufarhöfn. Hún hefir enn komið á fá heim-
ili, þó sóttvarnir hafi alls engar verið. Með sömu yfirferð og hún hefir
haft, getur hún orðið hér í mörg ár samfleytt og jafnvel orðið landlæg.
Tel þó líklegra að hún deyi út í einhverjum harðindabálki og sam-
gönguleysi í vetur. Veikin hefir verið ákaflega lítið næm. Á bæ þeim,
er hún barst fyrst á, í Núpasveit, smitaði hinn aðkomni fyrst fáa af
heimafólki, þeir aftur aðra og svo koll af kolli, unz heimafólk var búið
að undanteknum tveim rosknum mönnum, sem e. t. v. hafa fengið
hana áður. Maður af Langanesi kom til dvalar á bæ hér í Núpasveit,
smitaður af hettusótt. Hann fékk hana, bólgnaði mjög en hélt fóta-
vist. Hann smitaði engan, ekki einu sinni 17 ára pilt, sem svaf hjá hon-
um, og hafði þó fátt af heimafólki fengið veikina eða ekkert. A Rauf-
arhöfn, litlu þorpi, hefir veikin nú gengið fullt misseri, og á þó ýmsa
eftir þar. Stundum hafa mánuðir liðið á milli þess að menn hafi
sýkzt, er saman hafa sofið veikina út. Mætti segja af þessu margar
sögur. Undirbúningstíma var auðvelt að vita fyrst framan af. Hann
var oftast réttar þrjár vikur frá því að sá, er smitaði, kenndi lasleika,
til þess að jafnt var komið smituðum. Kom fyrir degi minna eða
meira. Veikin tók frekast og var þyngst á karlmönnum, einkum 20—
30 ára. Tók þá frekast af því, að framan af voru þeir mest á ferli,
lausamenn, er unnu hér og þar, t. d. saman í vegavinnu, en auk þess
var hún þeim og skæðust, sumpart af því að þeir fóru verst með sig,
sló niður og leituðu læknis. Orchitis fékk fullur helmingur hinna
skráðu karlmanna, flestir aðeins annarsvegar, oftasl eftir ca. viku og
meir, er önnur bólga var nær alveg farin. Virtist orsök jafnan sú,
að þeir fóru illa með sig, fóru t. d. upp úr rúminu til kamars. Sumir
voru komnir á fætur og búnir að vera við verk í 3—5 daga. Veiktust
þessir menn illa með hita um og yfir 40° og var lengi að batna. Svo