Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 26
24
en yfirleitt var hún mjög væg. Nálega % af þeim, sem mín vitjuðu,
fengu þó upp úr hcnni epididymitis, væga, 1 sjúklingur beggja megin.
Sjómenn geta trauðla hlíft sér, voru iðulegast á fótum veikir við erf-
iðisvinnu, og býst ég við því að hún hafi af þeim sökum frekar hlaupið
niður á ýmsum.
Rangár. Hettusótt gekk hér í byrjun ársins, leifar frá 1929. Væg.
Eyrarbaklca. Hettusóttin gekk áfram um héraðið á þessu ári. Hún
kom frá Reykjavík seint á árinu á undan, og er fyrsta tilfellið bókfært
í desember það ár. Eftir júnílok varð ég ekki var við ný tilfelli. Sóttin
einkarvæg yfirleitt, og læknar lítið sóttir. Þó kom ég til tveggja sjúk-
linga, sein voru mjög veikir af hennar völdum, einkum annar þeirra,
með mikla orchitis og allmikil merki þess, að hún hefði lagzt þungt á
miðtaugakerfið. Af 51 barni í barnaskóla Eyrarbakka, en ekkert þeirra
hafði fengið sóttina áður, veiktust aðeins 10 svo, að unnt var að þekkja
sjúkdóminn með vissu.
Grímsnes. Gerði vart við sig fyrri hluta árs, einkum í marzmánuði.
Eitthvað bar á henni í Laugarvatnsskóla, en annars eru ekki margir
nemendur skólans skrásettir með þá veiki. í desembermánuði kom
veikin fram á piltum í íþróttaskólanum að Haukadal í Biskupstungum.
Mér vitanlega var ekki um neina alvarlega fylgikvilla að ræða.
Keflavíkur. Hettusótt breiddist mikið út með vermönnum og hélzt
hún meira og minna alla vertíðina. Margir fengu orchitis.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl.1) 1061 1033 1009 1012 804 925 1262 875 795 851
- 2) 1024 589 609 564 278 185 218 183 241 274
Dánir 269 200 233 238 127 107 95 84 112 152
Lungnabólga færist enn í aukana á þessu ári og er lungnabólgudauði
tíðari en verið hefir 5 árin næstu undanfarin. Bæði taksótt og kvef-
lungnabólga virtust fylgja kvefsóttinni.
Læknar láta þessa getið:
1. Um kveflungnabólgu:
Skipaskaga. Lungnakvefbólga var mjög tíð í sambandi við kvefsótt-
ina, eins og getið hefir verið um, sérstaklega í börnum. Þótt hún legð-
ist injög þungt á mörg þeirra, dó ekkert.
Borgarfj. Kveflungnabólga gerði talsvert vart við sig. Dóu nokkur
gamalmenni úr henni.
tsafj. Kveflungnabólga gerði með meira móti vart við sig í börnum í
janúarmánuði. 9 tilfelli voru skrásett í þeim mánuði af 11 alls á árinu.
1) Pneum. catarrhalis.
2) Pneum. crouposa.