Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 36
34
Flateijrar. Kynsjúkdómar hafa 5 sinnum gert vart við sig á árinu,
alltaf á sjómönnum, einum útlendum og fjórum úr Reykjavík. Allir
höfðu þeir smitazt í útlöndum. Tveir höfðu lekanda, en þrír (allir inn-
lendir) höfðu lues primaria. Við neosalversaninnsprautingar hurfu
einkenni luessjúklinganna eins og dögg fyrir sólu.
ísafi. 3 innlendir karlmenn, 1 innlend kona og 3 erlendir karlar með
gonorrhoe. 1 innlend kona og 1 erlendur karlmaður með syphilis. Auk
þessa hefir Torfi læknir skrásett 17 sjúklinga með kynsjúkdóma, 14
innlenda karlmenn og 2 innlendar konur með gonorrhoe og 1 erlend-
an karlmann með syphilis. Kynsjúkdómatala héraðsins er þá sam-
tals 26, 23 með gonorrhoe og 3 með syphilis. Innlenda konan með
syphilis hefir fallið burtu af mánaðarskránum.
Hesteijrar. Með lekanda sá læknir 2 menn, voru þeir utanhéraðs-
menn, annar Sunnlendingur, hinn útlendingur.
Miðfj. Laust fyrir áramót veiktust hér þrjár manneskjur af gonor-
rhoe, þar af eitt ungbarn af blenorrhoe. Smitberinn var unglingsstúlka,
sem hafði tekið veikina í Reykjavík. Þessa sjúkdóms hefir ekki orðið
vart hér í fjölda mörg ár, eftir því sem ég kemst næst.
Hofsós. Með kynsjúkdóma hefir enginn sjúklingur vitjað mín á
árinu. Má það teljast gott svo nálægt Siglufirði.
Svarfdæla. Með lekanda voru 3 sjúklingar skráðir.
Akureijrar. Samræðissjúkdómar gera enn heldur litið vart við sig í
héraðinu. 34 sjúkl. voru skráðir þetta ár, þar af 4 útlendir, 31 með
lekanda, 2 með linsæri og 1 með syphilis (útlendingur).
Öxarfj. Sá skemmtilegi viðburður varð á árinu, að skráður var mað-
um með kynsjúkdóm, í fyrsta sinn í sögu héraðsins, svo kunnugt sé.
Var það piltungur einn, sem heima á hér, en smitaðist í höfuðstað
ríkisins, svo sem vera bar. Hafði lætknir nokkur gefið honum Rp. og
helztu Ieiðbeiningar um skolun, en engar lífsreglur né leiðsögn aðra,
og held ég slíkt furðulegt hirðuleysi. Stráknum fannst fyrir sitt leyti
að hann væri kominn í heldri manna tölu, að hafa fengið slíkan kvilla
og hafði það eftir vinum sínum og jafnöklrum í Rvík, að slíkt kvef
mundi brátt batna, sem þó ekki varð.
Seyðisfj. 2 tilfelli, hvorttveggja útlendingar.
Vestmannaeyja. Alls eru skráðir 8 sjúklingar með gonorrhoe, þar
af 3 íslendingar og 5 útlendingar. Syphilis fengu 2 íslenzkir sjómenn
suður á Spáni í febr. Komu hér við á leið til Reykjavíkur og var vísað
til sérfræðings þar.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI og VIII.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1. Eftir mánaðarskrám:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Tb. pulm. 491 452 527 571 725 586 771 737 538 407
Tb. al. loc. 254 304 341 325 375 425 429 489 457 355
Alls 745 756 868 896 1100 1011 1200 1226 995 762
Dánir 182 172 163 197 215 183 203 211 214 232