Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 41
39
3. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
Sjúklingafíöldi 1921—30:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. á Laugarnesi . . 44 43 42 40 38 36 34 32 27 24
Sjúkl. í héruðum . . . . . 19 20 14 14 12 14 10 9 11 11
Samtals . 63 63 56 54 50 50 44 41 38 35
Sjúklingum í Laugarnesi hefir fækkað um 3, sem dáið hafa, en utan
sjúkrahúss eru þeir taldir jafnmargir og árið fyrir.
Læknar láta þessa getið:
Svarfdæla. Einn holdsveikur maður í Ólafsfirði.
Reykdæla. Holdsveikir sjúklingar eru nú 2 heima í héraði, háðir út-
skrifaðir frá Laugarnesi. Báðir rannsakaðir og engra breytinga orðið
vart.
Rangár. Holdsveikissjúklingurinn á Fit lifir ennþá; er orðinn mjög
hrumur.
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafíöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Tala sjúkl......... 54 27 37 43 50 46 46 43 30 12
Dánir ............. 4 9 12 5 16 12 8 10 8 6
Sullaveikir sjúklingar eru nú taldir fram færri en nokkurn tíma
áður, en dánartalan lækkar ekki að sama skapi.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Sullaveiki varð aðeins vart í einum sjúklingi þetta ár.
Dala. Einn maður hreinsaði alla hunda í sýslunni þetta ár, en áður
var hreinsunarmaður í hverjum hreppi. Má vænta þess, að síðúr verði
mistök á hreinsuninni með þessu nýja fyrirkomulagi.
Þingegrar. Nú eru liðin 10 ár síðan síðasti sullaveikissjúklingurinn
var skorinn upp. Er vonandi, að þeir verði eigi fleiri, þótt máltækið
segi, að lengi sé von á einum. I sláturfé hefir verið leitað að sullum
síðastliðið haust eins og að undanförnu. Alls var slátrað um 1000 fjár.
Fundust sullir í 15 sauðkindum. Með öðrum orðum H/2 %■ Flestar hinar
sýktu kindur voru fullorðnar. Virðist undantekning, að dilkar hafi sulli.
Blönduós. Sérstakur maður fór um allt héraðið og hreinsaði alla
hunda, eins og að undanförnu.
Akureyrar. Heilbrigðisnefndin fékk því komið til leiðar um haustið,
að Kaupfélag Eyfirðinga lét reisa skýli fyrir hunda í sambandi við
hið mikla sláturhús félagsins á Oddeyrartanga. Er öllum aðkomumönn-
um, er hafa hunda með sér, gert að skyldu, að láta þar inn hundana
á hverjum degi í sláturtíðinni.
Öxarfí. Ekki hefir orðið vart sulla í mönnum. Höfuðsótt í sauðfé
varla til. Fé annars ekki lítið sollið, þó sjaldan í lifur — kemur fyrir
um gamlar ær. Hundar hreinsaðir vor og haust.
Þistilfí. Ég réð drápi nokkurra óþarfra hunda á Þórshöfn og af ein-
um bæ, sem fé virtist venjulega sollið frá.