Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 44

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 44
42 7. Drykkjuæði (delirium tremens). Töflur V—VI. Sjúkl............................................ í Rvík hafa 3 fengið dreykkjuæði en 1 í Siglufj. Favus: Á þessu ári hafa 3 geitnasjúklingar verið læknaðir á Rönt- genstofunni í Rvík, og munu þeir nú vera farnir að týna tölunni í landinu, þó að lengi sé von á einum. Læknar láta þessa getið: Keflavikur. Geitnasjúkling fann ég einn, 15 ára. Var hann nýkom- inn inn í héraðið, virðist hafa sloppið undan við skólaskoðun, þar sem hann hefir áður verið. Hann var sendur til Röntgenstofunnar. 1929 1930 4 4 C. Ýmsir sjúkdómar. 1. Algengustu kvillar: Nokkrir læknar geta um með hvaða kvilla sjúklingar koma tíðast til þeirra, og eru tannskemmdir víðast efst á blaði. Borgarfj. Langflestir sjúklinga minna hafa komið vegna tann- skemmda, 141 (af 740 sjúkl. alls), gigt allskonar 38, taugaveiklun 31, ígerðir og kýli 22. Borgarncs. Tíðasti sjúkdómurinn var tannskemmdir, 220 (af 997 sjúkl. alls), þar næst slys, 105, — flest smá, — því næst ígerðir, ca. 100, o. s. frv. Flateyrar. Algengustu kvillar: Tannsjúkdómar 143 (af 791 sjúkl. alls), farsóttir 111, allskonar útvortis bólgur og ígerðir 86, slys 50, blóðleysi og taugasleppa 66. ísafj. Af 2284 sjúkl. héraðslæknis voru 373 með ýmsar farsóttir, 255 með ígerðir og bráðar bólgur, 222 slasaðir, 195 með gigt, 190 með tannskemmdir, 114 berklaveikir. 2. Appendicitis: Botnlangabólga virðist mjög mistíð í hinum ýmsu héruðum, eða áramunur að henni. Seyðisfj. Ég get ekki sagt, að ég hafi séð hér i Iæknishéraðinu eitt einasta appendicitistilfelli 3 síðustu árin. 3. Kolsýringseitrun: ísafj. Við húsbruna kom svo mikill kolsýringur í nærliggjandi hús, að margt af heimilisfólkinu fékk alvarlega aðkenningu af kolsýringseitrun. 4. Leukæmia lymphatica: Svarfdæla. Eitt tilfelli. 5. Lupus erythematodes: Flatcyjar. Einn sjúkling hefi ég séð hér með lupus erythematodes, sem hann er búinn að hafa í mörg ár. 6. Methylvínandaeitrun: Á dánarskýrslum eru 5 taldir dánir úr áfengiseitrun, og mun nær allt vera methylvínandaeitrun. ísafj. Maður beið bana af methylspirituseitrun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.