Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Blaðsíða 46
44
Flateijrar. Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisstjórnarinnar var reynt
síðastl. sumar að eyða veggjalúsinni í Dýrafirði með formalíngufu,
en svo sem vita mátti, bar það engan árangur. Breiðist lús þessi út ár-
lega og stendur mínu héraði hætta af ófögnuði þessum, en því er þessa
hér getið, og af sömu ástæðu geri ég allt hvað ég get til að hvetja
til, að plágu þessari verði útrýmt.
D. Kvillar skólabarna.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Eins og að undanförnu hafði ég þvínær daglegt eftir-
lit með heilsu barnanna, og reyndist hún til áramóta með bezta móti.
Borgarjj. Nemendur skólanna á Hvanneyri og Hvítárbakka voru
skoðaðir þegar eftir skólasetningu og reyndust sæmilega hraustir.
Heilsufar var gott um veturinn í báðum skólunum.
Borgarnes. Börnin hafa reynzt hraust og heilsugóð það sem af er
þessu skólaári, og engin pest tafið þau frá náminu svo ég viti.
Ólafsvíkur. Yfirleitt virtust sveitabörnin hraustari en kaupstaða-
börnin. Við skólaskoðun fundust lungnaberklar í 4 börnum; var þeim
vísað frá skólanum í bili og höfð undir lækniseftirliti, og virtist þeim
batna furðufljótt, svo að flest þeirra gátu tekið þátt í kennslu síðari
hluta skólaársins.
Flategjar. Börnin skoðuð bæði í okt. og jan. Við skoðunina kom í
Ijós, að öll börnin höfðu þyngst nema eitt, sem hafði legið nokkurn
tíma í bronchitis. Lúsin var horfin, en nit var enn í einu barni.
Dala. Ráðstafanir voru gerðir til að reyna að bæta úr flestum kvill-
um barnanna. Verst er, hve lítið er hægt hér að bæta úr þeim kvill-
anum, sem algengastur er, tannskemmdunum. Aðgerðum verður ekki
almennt við komið að svo stöddu, en reynt er að brýna fyrir fólki, að
tannhirðing sé nauðsynleg. En almenningi er ekki enn nógu ljóst, að
tannskemmdir séu skaðlegur sjúkdómur, nema að því leyti sem þær
valda tannpinu.
Húmæðraskólinn á Staðarfelli: í októbermán. voru skoðaðir nem-
endur (17) og kennarar (3). Enginn með smitandi sjúkdóma. Húsnæði
og aðbúð góð.
Svarfdæta. 3 börnum bönnuð skólavist þetta ár, einu þeirra, er átti
sókn að Stærra-Árskógi, vegna vanþrifa og gruns um lungnaberkla, og
öðru í Hrísey af sömu orsökum; voru bæði skólaskyld nú í fyrsta
sinn. Loks var dreng, er átti skólasókn að Auðnum, og hafði hvað eftir
annað fengið köst af febril bronchitis og asthma síðastliðið ár, ráðlagt
að sækja ekki skóla í vetur, þótt heilbrigður virtist, er skoðunin fór
fram. í bráðina var bönnuð skólasókn: 1 barni úr skólanum í Litla-
Árskógssandi vegna ang. tons., 1 barni úr skólanum í Stærra-Árskógi
vegna febril bronchitis, 2 úr Grundarskóla vegna sama, 1 úr Dalvíkur-
skóla vegna sama, 4 úr Hríseyjarskóla vegna sama og 4 vegna nitar.
Öllum batnaði fljótlega, svo að þau gátu sótt skólana.
Akureyrar. 1 berklaveiku barni var synjað um skólagöngu. 24 börn
fundust heiltent og án tannskemmda.