Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 47
45
Öxarfí. Að tannskemmdum fráteknum munu augnakvillar einna
tíðastir, óþol (asthenia), sem að vísu á oftast rót, að ég held, í diathese
Iatent T. B. o. f 1., og svo ýmsir sjóngallar. En léleg verður rannsókn á
þessu í svona héraði. Eitlaþroti mjög sjaldgæfur, og nær ætíð frá
skemmdum tönnum. Hypertroph. tons. og veget. adenoid. sjaldséð, svo
brögð séu að.
Þistilfj. Heilsufar barna gott.
Fjótsdals. Ekki þótti ástæða til að vísa neinu barni frá kennsln
vegna heilsuleysis. Börnin reyndust öll hraust og ekkert þeirra haldið
næmum sjúkdómi.
Vestmannaeyja. Takmörkuð hefir verið skólavist milli 20—30
barna, sem hafa bólgna hálseitla, eru blóðlítil, veikluleg, yfirleitt mjög
grunsamleg um að hafa „latent“ berkla, sem lítið vantar á að blossi
upp, öll með Pirquet ++,+ + + . Skólavist var alveg bönnuð 8 börnum
vegna berklaveiki, þar til eftir miðjan vetur, og sumum alveg. Yfirleitt
haft nákvæmt eftirlit með skólabörnum i samráði við skólastjóra, sem
hefir glöggan slcilning á þessu máli. Börn aðventistaskólans eru yfir-
leitt börn þeirra fátækustu í héraðinu og þeirra, sem erfiðast eiga
uppdráttar. Af 33 börnum i skóla þeirra reyndust 28 Pirquet +.
E. Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Um tölu sjúklinga sinna og ferðafjölda geta læknar í eftirfarandi
héruðum: Héruð Tala sjúkl. % af héraðsbúum Ferðir
Skipaskaga 967 52% 18
Borgarfj 740 53— 116
Borgarnes 997 67— 78
Ólafsvíkur 1290 77— —
Stykkishólms 1214 77— 89
Flateyjar1) (100) — (2)
Dala1) (275) — ca. 90
Patreksfj 830 53— 29
Bíldudals — 14
Þingeyrar 670 56— 38
Flateyrar 791 68— 29
Hóls 592 73— —
ísafj 3977 115— 99
Hesteyrar 178 24— 19
Hólmavíkur 375 34— ca. 60
Miðfj.1) (110) — (25)
Blönduós 631 27— 88
Hofsós 762 50— 80
Svarfdæla 1078 45— 150
1) Tölurnar úr Flateyjar ná aðeins yfir 5 mánuði og úr Míðfj. yfir 3. Tala sjúkl.
í Dala er ónákva’m vegna fjarvistar héraðslæknis.