Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Blaðsíða 52
50
hér að, sem hefir tíma til að sinna þeim kröfum. Sjúklegar fæðingar
hafa verið fáar. Þó hefi ég gert tvo keisaraskurði á árinu með bezta
árangri vegna placenta prævia, en perforation á fóstri gerði ég til að
hjálpa þriðju konunni, sem ekki gat fætt vegna grindarþrengsla, en
kom ekki til mín fyrr en ltomið var í óefni.
Hofsós. Mín hefir verið vitjað til 8 sængurkvenna á árinu. Auk þess
hafði ég til meðferðar 1 abort. Aðallega voru það 2 konur, sem tals-
verðrar hjálpar þurftu. Báðar höfðu þær fætt einu sinni áður og geng-
ið mjög erfiðlega. Þá varð hjá annari þeirra að gera perforation á
dauðu barni. Hún hefir grindarþrengsli á talsvert háu stigi. Það virð-
ist vera pelvis plana. Hin konan hafði mjög veiklaðar hríðir, en fæddi
þó eftir tæpa tvo sólarhringa. Hún hafði þá fengið margar pituitrin
injectiones.
Svarfdæln. Héraðslæknir var við 5 fæðingar, var ein þeirra sérstak-
lega erfið vegna þröngrar grindar á þverveginn, og varð að gera em-
bryotomi til að ná barninu. Við fósturlát hjálpaði héraðslæknir einu-
sinni. .
Akareyrar. 15 sinnum var inín vitjað til kvenna í barnsnauð, Bjarna
Bjarnasonar 15 sinnum og Péturs Jónssonar 30 sinnum. Tíðast var
tilefnið að deyfa sársauka og flýta fæðingunni. í 4 skipti þurfti tang-
arhjálp, í 4 skipti vendingu og framdrátt og í 3 skipti keisaraskurð. AIl-
ar konurnar og börnin Iifðu.
Reykdæla. Læknis vitjað 6 sinnum á árinu til kvenna í barnsnauð.
Ástæðan oftast litlar hríðar og ósk um narc. obstetr. Eitt tilfelli pla-
centa prævia.
Öxarfj. Vitjað 5 sinnum á árinu til kvenna í barnsnauð. Ein fæð-
ingin afstaðin, er ég kom. Sóttleysi. Eklampsia. 2 erfiðar framhöfuð-
fæðingar.
VopnafJ. Læknir sá og greindi rétt innvortis blæðingu á konu vegna
brostinnar utanlegsþykktar. Ekki réðst hann þó í uppskurð. Blóðrás-
in stöðvaðist þó, og varð konunni komið á sjúkrahús til aðgerðar.
Fljótsdals. Tvisvar var mín vitjað á árinu til kvenna í barnsnauð.
Annað skiptið daufar hriðir og gerð pituitrin inject., hitt skiptið lang-
varandi fæðing (primipara), sem ekki þurfti neinnar aðgerðar við.
Fáskráðsfj. Tveim konum hefir læknir hjálpað í barnsnauð. Var í
annað skiptið lögð á töng og fóstur dregið fram, en í hitt skiptið var
gerð vending.
Siðu. Læknis 7 sinnum vitjað til sængurkvenna, og einu sinni til
konu með inficeraðan abort. Náðist með aborttöng og konunni batn-
aði.
Rangár. Var 6 sinnum vitjað til kvenna í barnsnauð á þessu ári. 2
tangarfæðingar: Annað skipti 23 ára primip. með grind í þrengra lagi
og lélega sótt, sem batnaði lítið við inj. pituitr.; hitt skiptið 39 ára
primip. með óreglulega sótt og byrjandi eklamptiska krampa.