Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 57
55
3. Lög um mat á kjöti til útflutnings (nr. 42, 19. maí 1930).
4. Auglýsing um samkomulag, sem konungsríkið ísland og konungs-
ríkið Svíaríki hafa gert með sér til að tryggja rikisborgurunum
rétt til bóta fyrir slys við vinnu (nr. 79, 8. des. 1930).
5. Lög um breyting á lögum nr. 76, 28. nóv. 1919, um breyting á yfir-
setukvennalögum nr. 14, 22. okt. 1912 (nr. 38, 19. maí 1930). Yf-
irsetukvennalögin síðan prentuð upp sem heild (nr. 63, 19. maí
1930).
Þessar reglugerðir, varðandi heilbrigðismál, voru gefnar út af stjórn-
arráðinu:
1. Reglugerð um sölu áfengis til verklegra nota, suðuvökva o. f 1., sett
samkv. lögum nr. 64 og lögum nr. 69 frá 1928 (3. marz).
2. Reglugerð um hvildartíma bifreiðarstjóra (14. júní).
Konungur staðfesti skipulagsskrá fyrir Minningargjafasjóð Land-
spítala íslands (13. október).
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu úr ríkissjóði
skv. landsreikningi kr. 623469,97 (áætlað hafði verið kr. 702875,00) og
til almennrar styrktarstarfsemi kr. 908055,78 (áætlað kr. 791300,00)
eða samtals 1531525,75 (áætlað kr. 1494175,00).
Á fjárlögum fyrir næsta ár voru þessir sömu liðir áætlaðir kr.
585515,00 + 997350,00 = 1582865,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Á læknaskipun urðu þessar breytingar:
Héraðslæknirinn í ísafjarðarhéraði settur 1. júlí til þess að gegna
Nauteyrarhéraði ásamt sínu eigin héraði.
Ásbjörn Stefánsson settur 1. ágúst til að þjóna Reykjarfjarðarhéraði.
Gísli F'. Petersen settur 1. ág. til að þjóna Nauteyrarhéraði.1) Ólafur
Einarsson settur 1. ág. til að þjóna Flateyjarhéraði. Héraðslæknirinn
í ísafjarðarhéraði settur 1. nóv. til þess, ásamt sínu eigin héraði, að
þjóna Nauteyrarhéraði, að undanskildum Nauteyrarhreppi, en héraðs-
læknirinn í Hólmavíkurhéraði settur til að þjóna Nauteyrarhreppi á-
samt sínu eigin héraði.
Þessir settust að á árinu sem praktiserandi læknar: í Reykjavík
Óskar Þórðarson, Karl Jónsson og Kristinn Rjarnason, í Hafnarfirði
Bragi Ólafsson og í Vestmannaeyjum Karl Jónasson.
Samkv. töflu I. virðast 12 umdæmi hafa verið Ijósmóðurlaus allt ár-
ið, en víðar mun hafa vantað ljósmæður hluta úr árinu.
Ýmsir læknar kvarta um ljósmæðraskort og erfiðleika á að bæta úr:
Flateyjar. í Flateyjarhreppi er engin ljósmóðir nú sem stendur og
hefir Ijósmóðir Múlahrepps gegnt ljósmóðurstörfum að mestu hér
þetta ár. Reyndi ég að fá einhverja unga og efnilega stúlku til þess að
fara á Ijósmæðraskólann og læra fyrir hreppinn, en árangurslaust.
Bildudals. Vil ég nota tækifærið til að geta þess, að til vandræða
horfir með skort á ljósmæðrum. Sú, sem þann starfa hefir á hendi í
1) Hann veiktist og tók aldrei við héraðinu.