Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 58
56
Suðurfjarðarhreppi.er eldri kona, sem hefir fyrir stóru barnaheimili
að sjá, og aðeins tók þetta að sér fyrir margítrekaða áskorun mína,
og afsegir alveg að láta skipa sig í starfið til frambúðar, og má því
húast við þá og þegar, að hún hætti að gegna. Hefir verið auglýst hér
eftir ljósmæðrum, er vilji taka starfið að sér, eða konum til að læra
ljósmóðurfræði, en engin hefir gefið sig fram. í Ketildalahreppi er að
vísu skipuð ljósmóðir, en hún er ekki heilsuhraust, og sem stendur er
hún sjúk á Landspítalanum.
Svarfdæla. Bæði yfirsetukvennaumdæmin í Svarfaðardal eru laus,
og tókst loks seint og síðar meir að fá stúlku til að gefa kost á sér til
náms í því skyni að gerast yfirsetukona þar.
Akureijrar. í Saurbæjarhreppi vantaði ljósmóður fyrri helming árs-
ins. í Hrafnagilshreppi var Ijósmóðurlaust seinni helming ársins og
er enn. í Arnarneshreppi varð einnig ljósmóðurlaust 1. júlí.
Öxarfj. Ljósmæður hafa ekki orðið gráhærðar í embætti hér.
Fimm umdæmi hafa sent 7 stúlkur til náms á 10 árum. Áhuga- og
samvizkusamar hafa þær allar reynzt og vel að sér bóklega. Hinsvegar
koma þær með enn minni verklega reynslu, en mér hefði getað dottið
í hug, Dæmi voru til, að þær sögðust ekkert hafa gert við konu og
barn annað en setja konu stólpípu eftir fæðingu. Bólusetningar urðu
óvanalega litlar.
Fljótsdals. Yfirsetukonu vantar í Fljótsdalshrepp eins og síðasta ár,
engin fengizt til að sækja og engin viljað læra enn sem komið er.
Berufj. Ljósmóður vantar í Geithellnahrepp. Úr Álftfirði hafa menn
orðið að leita suður fyrir Lónsheiði, en það er erfitt og ókleift að vetr-
inum.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús.
Töflur XI—XII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli eru á þessu ári orðin 32 í landinu og telj-
ast einu fleiri en í fyrra. Sjúkrahúsið, sem bættist við, er Landspital-
inn með 100 rúmum, en lí'tt gætti reksturs hans á árinu, með því að
hann tók ekki til starfa fyrr en 20. des. Teljast nú sjúkrarúm spít-
alanna samtals 946 eða 8,8 rúm á hverja 1000 íbúa í stað 8,1 á síð-
astliðnu ári. Almennu sjúkrahúsin og sjúkraskýlin teljast 26 með 496
íúinum, og er rúmafjöldi þeirra 4,&%c (í fyrra 3,8%0). í Búðardal í Dala
var að mestu lokið við að byggja sjúkraskýli með 5 rúmum, en það
mun lítt eða ekki hafa verið notað á árinu og telst því ekki hér með.
Eftirfarandi umbætur eru taldar hafa verið gerðar á sjúkrahúsun-
um á árinu: Patreksfj. Húsið málað utan og innan. Raflýsing endur-
bætt og aukin. Heitt og kalt vatn leitt inn á skurðstofu og þar sett
upp þvottaskál. Þingeyrar. Miðstöð sett í húsið í sambandi við elda-
vél. Ein eldstó í húsinu í stað 10 áður. Miðstöðin hitar bað, og hefir
verið útbúið baðherbergi með kerlaug og steypibaði. Geymsluherbergi
i kjallara endurbætt. Blönduós. Sjúkrahúsið stækkað og endurbætt
fyrir ca. 17. þús. kr. Vopnafj. Húsið klætt með pappa og járni á 3 hlið-
um, sem ekki voru áður járnklæddar. Fljótsdals. Þar er rafhitun en