Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 59
57
reynist ónóg í kuldum. Til vara var sett upp miðstöð til að hita upp
sjúkrastofurnar þegar á liggur. Seyðisfí. Málað innan húss.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Skipaskaga. Sjúkraskýli er hér ekkert ennþá, en fjársöfnun til skýl-
isins hefir aukizt á árinu um rúmar 1000 kr.
Stykkishólms. Sjúkrahús er hér ekki neitt, en síðan 1. júlí hefi ég
haft á leigu 3 lítil herbergi, sem ég hefi lagt sjúklinga inn á. Er mikill
bagi að sjúkrahúsvandræðunum, því flesta verður að senda burtu,
sem annars væri hægt að veita hjálp heima, ef sjúkrahús væri til. Eins
og áður hefir verið getið um í ársskýrslum héðan, þá hefir nokkur
undirbúningur átt sér stað í þessu máli. Safnað hefir verið nokkru fé,
sem nú nemur ca. 18 þúsund krónum; auk þess hefir sýslusjóður
samþjdíkt 6 þúsund króna framlag til byggingarinnar. Teikning hefir
verið fengin hjá húsameistara rikisins, og hefir verið samþykkt heima
í héraði, að sú teikning yrði lögð til grundvallar, þegar hafizt yrði
handa um bygginguna.
Flateyrar. Síðastliðið vor var sólbyrgið á Suðureyri lagfært talsvert,
svo betra skjól yrði í því en áður. Sólböðin byrjuðu 14. maí, enduðu
7. september. Sumarið var kalt, og ágústmánuður auk þess votviðra-
samur. Þeir dagar, er sólböð voru tekin, skiptust þannig á mánuðina:
maí 2 dagar, júní 6 dagar, júlí 12 dagar, ágúst 2 dagar og september
2 dagar. Nothæfir dagar munu naumast hafa fallið úr. Stopular gæftir
drógu úr áhuga manna. Alls voru talin 678 sólböð yfir sumarið og
skiptust þau á 67 þátttakendur, eða rúmlega fimmta hvern mann í
þorpinu. 12 veikluð börn hafa notið ljósbaða á Suðureyri í vetur. Eins
og síðastliðinn vetur er hér á Flateyri rekin 1 jóslækningastöð, og hafa
í vetur allt að 40 manns tekið þar ljósböð. Verð hvers ljósbaðs er sama
og síðastliðið ár, sem sé 45 aurar fyrir börn, en 80 aurar fyrir full-
orðna. Þeir fátækustu fá þó að sleppa við greiðslu.
ísafí. Legudagafjöldinn á sjúkrahúsinu er nú lægri en tvö síðastliðin
ár, eða 16962, og sjúklingafjöldinn einnig í við minni, eða 227. Flestir
sjúklingar á dag 54, fæstir 38. Hér fer á eftir sundurliðuð skrá yfir
aðsóknina á sjúkrahúsinu eftir heimilisfangi sjúklinganna:
ísafjarðarkaupstaður ................................. 94
Norður-ísaf jarðarsýsla:
Eyrarhreppur ............................... 16
Hólshreppur ................................ 32
Súðavíkurhreppur ........................... 14
Ögurhreppur ................................. 4
Reykjarfjarðarhreppur ....................... 1
Nauteyrarhreppur ...................... .... 4
Snæfjallahreppur ............................ 4
Grunnavíkurhreppur .......................... 4
Sléttuhreppur ............................... 9
-------- 88
Vestur-ísafjarðarsýsla ............................... 12
Strandasýsla .......................................... 8