Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 61
59
Þetta ár eins og í síðustu 2 ár hafa sumarmánuðina verið reist tvö
tjöld í túninu, og þar hafðir fótaferðafærir berklasjúkl. 2—3 í hvoru
tjaldi. Var þetta byrjað 1928, þegar ekki lengur var notað skógarselið
í Fnjóskadal.
Þetta ár dvöldu alls 287 sjúklingar á sjúkrahúsinu í samtals 15852
legudaga, og var það 26 sjúklingum færra en árið á undan 3202 legu-
dögum færra. Þessi rénun í aðsókn er aðallega fólgin í fækkun berkla-
sjúklinga, en þeir hafa siðastliðin ár átt kost á smámsaman fleiri og
fleiri plássum bæði í sjúkrahúsum á Austurlandi, á Siglufirði og í
Kristneshæli.
Af sjúklingum voru:
Úr Akureyrarkaupstað ....................... 120
— Eyjafj.s. utan kaupst.................... 105
— öðrum sýslum ............................ 53
— útlöndum ................................ 9
" 287
Að meðaltali voru 44 sjúklingar á dag og dvaldi hver þeirra að
meðaltali í 55 daga.
221 sjúklingar útskrifuðust á árinu heilir eða betri; 22 dóu; 42
urðu eftir við áramót.
Banamein hinna dánu voru þessi:
Berklaveiki .................................. 7
Krabbamein ................................... 3
Heilamein .................................... 1
Botnlangabólga ............................... 1
Magasár ...................................... 3
Stífkrampi ................................... 1
Brjósthimnubólga ............................. 1
Lungnabólga .................................. 1
Heilablóðfall ............................... 1
Skarlatssótt ................................. 1
Blóðeitrun ................................... 1
Vanskapnaður ................................. 1
Af ofaniöldum 287 sjúklingum voru 80 berklaveikir og dvöldu sam-
tals í 9047 legudaga (gegn 6805 legudögum annara sjúklinga). Eftir
þessu hefir hver herklasjúklingur dvalið að meðaltali í 113 daga á
sjúkrahúsinu, en hver hinna i 32 daga.
Ljóslækningar og Röntgenstofa: Alls fengu 131 ljósböð í samtals
2068 ljóstíma. Af sjúklingunum dvöldu 51 í bænum og gengu til ljósa;
hinir spítalasjúklingar. 28 Röntgenmyndir voru teknar og margar
gegnlýsingar.
Höfðahverfis. Sjúkraskýlissjóðurinn er nú orðinn liðlega 6000 kr.
Vopnafj. Sjúkrahúsið hefir verið starfrækt eins og að undanförnu
allt árið í orði kveðnu. En þetta ár hefir engin föst stúlka verið til að
hjúkra sjúklingum, og allt í mestu óreiðu og vandræðum.
Seyðisfj. Á sjúkrahúsinu hafa dvalið 69 sjúklingar og er það tals-
vert færra en undanfarandi 3 ár. Legudagar voru alls ca. 4443. Af
sjúklingunum voru 18 úr læknishéraðinu, 18 útlendingar og 33 úr öðr-