Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 66
64
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Lœknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Húsum hér á Akranesi fjölgar með ári hverju. Hafa
á þessu ári verið byggð 18 hús ný og 2 endurreist, 12 af þeim úr steini,
hin úr timbri. í öllum húsunum er miðstöðvarhitun og skolpræsi. Vatn
leitt inn í húsin úr brunnum og rafmagn til ljósa. Veitingahús var
hyrjað að starfrækja hér í haust. Ekki vanþörf á slíku, því vandræði
voru orðin að hýsa fólk, þegar margt var á ferð samtímis. Frágangur
á húsi þessu ágætur. í sveitum hafa húsabyggingar verið litlar, að-
eins eitt nýtt steinsteypuhús í Melasveit, með miðstöðvarhitun og
vatnsleiðslu. Ekki bar eins mikið á vatnsskorti hér í sumar og árið
áður. Þó voru nokkrir brunnar þurrir um tíma. Vatnsleiðslan er brýn-
asta heilbrigðisráðstöfunin hér í kauptúninu. Fráræslu vantar enn
frá mörguin húsum. Verður því að hella öllum úrgangi í safngryfjur,
en þær eru við hvert hús.
Borgarfj. Hreinlæti í dágóðu lagi. Lús óvíða. Á nokkrum bæjum hafa
á þessu ári verið byggð ibúðarhús úr timbri eða steinsteypu. Mið-
stöðvarhitun sett í allmörg hús. Á einum bæ (Kalmannstungu) var
gerð rafstöð.
Borgarnes. Ég held að menn baði sig oftar en áður, sumir viku-
lega og oftar.
Ólafsvíkur. Húsakynni alþýðu fara batnandi ár frá ári. Allmörg
ný hús hafa verið reist bæði í sveitum og kauptúnunum. Meiri hluti
nýrra húsa gerður úr steinsteypu. Salerni eru óvíða sérstaklega í sveit-
um. Neyzluvatn er víðast gott. Þrifnaður fer yfirleitt batnandi með
hverju ári.
Flateyjar. Húsakynnum er mjög ábótavant. Hér í Flatey eru timb-
urhúskofar, kaldir og þröngir flestir. Kirkjan er eina myndarlega hús-
ið. Neyzluvatn er sæmilegt hér. Brunnar, sem neyzluvatn er tekið úr,
eru lokaðir og með dælum. Skólpveitur eru hvergi í húsum hér.
Dala. Lús mun fara minnkandi, ungu húsmæðurnar vilja útrýma
henni, en gamla fólkið virðist þeim erfiðast í þeim efnum og tefja
fyrir útrýmingunni.
Flateyrar. Á síðastliðnuin þremur árum hafa íbúðir manna hér á
Flateyri stórbatnað að öllu leyti. Hafa undangengin góðæri og spari-
sjóðurinn hér mestu þar um valdið.
ísafj. Húsnæðisvandræði eru hér mikil og dýr húsaleiga, enda lít-
ið reist af nýjum húsum. Barnaskólinn var mikið lagfærður á þessu
ári, en er orðinn of lítill, með því að skólaskylda hefir verið færð nið-
ur í 7 ára aldur. Unglingafræðslan verður að fara fram í sama húsinu,
en hennar njóta um 50 nemendur auk 80, sem sækja kvöldskóla. Leik-
fimishús hafa skólarnir fengið á leigu af privat manni, vel við unandi
með heitum og köldum böðum og nauðsynlegum útbúnaði. Skolpveitu-
lögn bæjarins miðaði vel áfram á þessu ári, og munu nú því nær öll
hús í bænum hafa fráræslu. Vatnsveitan var einnig bætt stórlega með
því að gerð var 125 smálesta vatnsþró í hlíðinni fyrir ofan bæinn til
viðbótar þeim, er fyrir voru.
Miðfj. 1 þorpinu eru rúml. 200 íbúar, sem búa i ca. 30 húsum, sem