Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 66

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 66
64 4. Húsakynni. Þrifnaður. Lœknar láta þessa getið: Skipaskaga. Húsum hér á Akranesi fjölgar með ári hverju. Hafa á þessu ári verið byggð 18 hús ný og 2 endurreist, 12 af þeim úr steini, hin úr timbri. í öllum húsunum er miðstöðvarhitun og skolpræsi. Vatn leitt inn í húsin úr brunnum og rafmagn til ljósa. Veitingahús var hyrjað að starfrækja hér í haust. Ekki vanþörf á slíku, því vandræði voru orðin að hýsa fólk, þegar margt var á ferð samtímis. Frágangur á húsi þessu ágætur. í sveitum hafa húsabyggingar verið litlar, að- eins eitt nýtt steinsteypuhús í Melasveit, með miðstöðvarhitun og vatnsleiðslu. Ekki bar eins mikið á vatnsskorti hér í sumar og árið áður. Þó voru nokkrir brunnar þurrir um tíma. Vatnsleiðslan er brýn- asta heilbrigðisráðstöfunin hér í kauptúninu. Fráræslu vantar enn frá mörguin húsum. Verður því að hella öllum úrgangi í safngryfjur, en þær eru við hvert hús. Borgarfj. Hreinlæti í dágóðu lagi. Lús óvíða. Á nokkrum bæjum hafa á þessu ári verið byggð ibúðarhús úr timbri eða steinsteypu. Mið- stöðvarhitun sett í allmörg hús. Á einum bæ (Kalmannstungu) var gerð rafstöð. Borgarnes. Ég held að menn baði sig oftar en áður, sumir viku- lega og oftar. Ólafsvíkur. Húsakynni alþýðu fara batnandi ár frá ári. Allmörg ný hús hafa verið reist bæði í sveitum og kauptúnunum. Meiri hluti nýrra húsa gerður úr steinsteypu. Salerni eru óvíða sérstaklega í sveit- um. Neyzluvatn er víðast gott. Þrifnaður fer yfirleitt batnandi með hverju ári. Flateyjar. Húsakynnum er mjög ábótavant. Hér í Flatey eru timb- urhúskofar, kaldir og þröngir flestir. Kirkjan er eina myndarlega hús- ið. Neyzluvatn er sæmilegt hér. Brunnar, sem neyzluvatn er tekið úr, eru lokaðir og með dælum. Skólpveitur eru hvergi í húsum hér. Dala. Lús mun fara minnkandi, ungu húsmæðurnar vilja útrýma henni, en gamla fólkið virðist þeim erfiðast í þeim efnum og tefja fyrir útrýmingunni. Flateyrar. Á síðastliðnuin þremur árum hafa íbúðir manna hér á Flateyri stórbatnað að öllu leyti. Hafa undangengin góðæri og spari- sjóðurinn hér mestu þar um valdið. ísafj. Húsnæðisvandræði eru hér mikil og dýr húsaleiga, enda lít- ið reist af nýjum húsum. Barnaskólinn var mikið lagfærður á þessu ári, en er orðinn of lítill, með því að skólaskylda hefir verið færð nið- ur í 7 ára aldur. Unglingafræðslan verður að fara fram í sama húsinu, en hennar njóta um 50 nemendur auk 80, sem sækja kvöldskóla. Leik- fimishús hafa skólarnir fengið á leigu af privat manni, vel við unandi með heitum og köldum böðum og nauðsynlegum útbúnaði. Skolpveitu- lögn bæjarins miðaði vel áfram á þessu ári, og munu nú því nær öll hús í bænum hafa fráræslu. Vatnsveitan var einnig bætt stórlega með því að gerð var 125 smálesta vatnsþró í hlíðinni fyrir ofan bæinn til viðbótar þeim, er fyrir voru. Miðfj. 1 þorpinu eru rúml. 200 íbúar, sem búa i ca. 30 húsum, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.