Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 68
66
í skuldum eftir, blöskrar að rífa stæðileg hús, er enn líta vel út. Jafn-
vel enn á allra síðustu árum hafa menn, sem átt hafa stæðileg fram-
hús eða annan bæjarhluta líkan, frá aumasta tímabili sveitabygg-
inga (ca. 1890—1915) verið að klessa inn í hrófið baðstofu úr steini
eða þá skemmu. Það er ekki svo þægilegt að rífa sig upp af þessari
braut, enda e. t. v. þorranum ekki ljóst, í hvaða kreppu þeir eru komn-
ir, þó vatn og vindur leiki um þá frá samskeytunum og sagginn og fú-
inn herji þessa bæjarskrokka. Þrjú steinhús og 14 timburhús eru
byggð fyrir 1920, flest fyrir styrjöld. Eru mörg þeirra slæm. 23 stein-
steypuhús og 7 timburhús hafa verið byggð síðan 1920, flest á síð-
ustu 5 árum. Hefir þannig nær þriðjungur allra bæja í héraðinu verið
byggður á þessu tímabili. Mætti það ágætt heita, ef ekki væri að mestu
leyti byggt í skuld. Þessi hraðfara byggingaralda vekur margar spurn-
ingar. Eru þetta hollir bústaðir og svara þeir til atvinnuvega ibúanna?
Húsin eru súglaus og rakalítil, miðstöðvarhitun í flestum og hlýindi
sæmileg og eldsneyti skortir ekki. Fyrir loftræstingu er illa séð eða
alls ekki, að öðru en því, að suma glugga er hægt að opna. Gluggar
eru af ýmsum gerðum og stærðum, en að minni skoðun í fæsta og
smæsta lagi. Að öllu samanlögðu eru þetta víst sæmileg hús frá holl-
ustunnar sjónarmiði. Seinni lið spurningarinnar er auðsvarað ákveð-
ið neitandi. Húsin standa langt að baki bæjum afa okkar í því að
svara til allra þarfa íbúanna, og ég hefi ekki séð gert ráð fyrir viðbót-
arbyggingum, sem bæti skakkann að fullu. Auk þess koma þær víða
seint, sennilega sumstaðar aldrei. Þetta sést strax og heim er litið.
Allstaðar — og þó 10—20 ár séu liðin síðan byggt var, hanga uppi
gömlu bæirnir við húshliðina, líkastir fjóshaugshrúgaldi heilmiklu.
Ósamræmið er svo sterkt, að það verður ekki fundið hvor byggingin
bölvunina gerir. Gamli bærinn hefir ekki verið rifinn, af því að hans
er full þörf. Þar er eldiviður (hann er rúmfrekari en í kauptúnum),
ket, saltfiskur, harðfiskskippur, amboð öll, reiðtýgi, aktýgi, fatnaður,
víða kornmatur. Þar er smiðað. Þar eru hestajárn og hófjárn og
brennijárn, og yfir höfuð allir þeir hlutir, sem atvinna bænda krefst
fram yfir það, sem kaupstaðarbúar þurfa. Nýja húsið svarar að sumu
leyti til baðstol'unnar og eldhússins og búrsins í gömlu bæjunum —
en svo ekki meir. Jafnvel hundarnir hafa gleymst, þrátt fyrir hina
hrópandi rödd míns stutta nafna — og mína hins langa. Þrifnaður er
sæmilegur, lakastur sumstaðar í kringum bæi, eins og ég hefi fyrr
drepið á í skýrslum. Útisalerni verða aldrei notuð hér af kvenfólki og
börnum, nema e. t. v. lítillega árs, og karlmenn ganga örna sinna
þar sem þeir eru við verk. Salerni verða að vera inni. Mikil lús er
sjaldgæf, en lús kemur sennilega á hvert heimili árlega. Úr því vill
verða slæðingur æði lengi.
Þistilfj. Byggingar fyrir fé Landnámssjóðs eru að sýna sig að vera
allt of dýrar. Búskapurinn ber ekki að standa straum af þeim, þó
lánskjörin séu sæmileg.
Vopnafj. Húsabyggingar hafa verið mjög litlar. Ekkert nýtízkustein-
hús hefir verið byggt hér ennþá. Það, sem byggt hefir verið, eru sum-
part baðstofur, sumpart timburhús, smá og ófullkomin. í sveitinni er
umgengni lík og verið hefir úti við frá alda öðli. í þorpinu er um-