Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 72
70
skógssandi í haust, og stendur til að verða í Dalvík bráðlega. Lítið
temja menn sér nú skíða- og skautaferðir í íþróttaskyni hin síðari
árin og virðist mér nokkur afturför í því efni frá því, sem þó var orðið,
og er það illa farið.
Vestmannaeyja. íþróttir eru hér allmikið iðkaðar af ungmennum.
Sundkennsla fór hér frain í sumar eins og að undanförnu, en vegna
rigningar og hráslaga var erfitt að notfæra sér hana.
9. Alþýðufræðsla.
Læknar láta þessa getið:
Ilofsós. í sambandi við skólaskoðanir var talað um næma sjúkdóma
og kveðjukossa.
Vcstmannaeijja. Ég hefi gert mér far um að skýra fyrir börnum á
haustum, og eins foreldrum þeirra, gildi þrifnaðar og hreinlætis fyrir
heilsuna.
10. Skólaeftirlit.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr eftirtöldum 19 héruðum:
Skipaskaga, Borgarnes, Stykkishólms, Flateyjar, Patreksfj., Þingeyrar,
ísafj., Hólmavíkur, Hofsós, Svarfdæla, Akureyrar, Vopnafj., Norðfj.,
Fáskrúðsfj., Berufj., Síðu, Mýrdals, Vestinannaeyja og Keflavíkur, og
ná samtals til 124 skóla. Um skýrslurnar er hið sama að segja og greint
var í síðustu heilbrigðisskýrslum, og þykir ekki taka að vinna úr þeim.
Læknar Iáta þessa getið:
Skipaskaga. Nákvæm skoðun á börnum fer fram tvisvar á ári, að
haustinu og í miðjum janúar. Skólahúsið fékk miklar og góðar um-
bætur á þessu ári. Húsið allt málað að utan og innan, gangur og stigi
dúklagður og gólf í stofunum olíuborin. Nokkurskonar gosbrunnur
var útbúinn fyrir börnin til að drekka úr. Leikfimishús er því miður
ekkert til ennþá. í fræðsluhéraði Innri-Akraneshrepps skoðaði ég 21.
okt. 19 börn. Fer kennsla fram í torfbæ, sem enginn býr í. Þar er ný-
byggð stofa, allrúmgóð, með ofni og glugga á hjörum móti suðri. Er
þetta sá bezti skólastaður, sem þessi hreppur hefir haft. Þrifnaður
og umgengni er í góðu lagi.
I Leirár- og Melafræðsluhéraði skoðaði ég 6. nóv. 24 börn. Fer
kennslan fram á 3 stöðum. Kennslustofur bjartar með gluggum á
hjörum og umgengni góð.
í Strandarhéraði skoðaði ég 24. okt. 19 börn. Fer kennslan fram á
3 stöðum. Tveir kennslustaðir góðir, en sá þriðji miður góður.
Borgarnes. Engar verulegar breytingar hafa orðið, nema hvað hús-
næði smábatnar í sveitunum, og því hægara að fá viðunandi staði
fyrir farskólana þar.
Ólafsvíkur. Barnaskólar eru í kauptúnunum Ólafsvík og Hellu-
sandi. Mega þeir teljast vel viðunandi, skólastofurnar bjartar og loft-
góðar, ef ekki eru of mörg börn höfð í stofu. Annarsstaðar í hérað-
inu er farkennsla, og fer hún fram á fleiri eða færri bæjum í hverj-
um hreppi. Segja má um þessa farkennslustaði, að þar séu mun lé-
legri húsakynni en í kauptúnaskólunum.