Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 74
72
notkunar í októbermánuði. Er það hin vandaðasta bygging með ný-
tízkusniði og er reisl uppi á brekkunni við Torfunef. Hann er gerður
úr steinsteypu allur; gólf öll dúklögð og er vel séð um birtu og loft-
rými (svo á hvert barn kemur nálægt 5 teningsmetrum). 2 börnum
í sveitaskólum var vísað frá vegna vanþroska.
Þistilfi. Skólastaðir smábatna við það, að sæmilegum íbúðum
f jölgar.
Vopnafi. Skólanum (sem er stórt hús og byggt sem heimavist-
arskóli, en heimavistinni aldrei komið á) hefir verið lítill sómi sýnd-
ur, húsinu illa haldið við, og baðklefi, sem upphaflega var í kjallara,
eyðulagður. Leikfimi hafa börnin æft í Miklagarði, fundahúsi hrepps-
ins, en ekkert bað er þar. Tröppur skólans eru nú mjög af sér gengn-
ar og hafa verið endurbættar á þann hátt, að sumstaðar hafa tvær
tröppur verið gerðar að einni. Ekki hefir skólanefnd fengizt til að kaupa
vog handa skólanum, og gengur því illa að fá þau vegin rétt, enda er
víst engin vog við verzlanirnar ábyggileg eða löggilt. Allar stærri vogir
voru dæmdar ónýtar af löggildingarmanni —• að sögn — fyrir mörg-
um árum en notaðar samt. Skólpleiðsla skólans er í mesta ólagi, og
veldur það óþrifnaði í kringum skólann. Um farskólann í sveitinni er
hið sama að segja, að þar er allt af mestu vanefnum.
Bcrufi. Salerni eru aðeins á 3 stöðum, en annars eru fjósin notuð.
Skoðun barnanna er að þessu sinni annars því fyllri en áður, sem nú
var gerð á þeim Pirquetsprófun, eins og öðrum.
Rangár. Skólaskoðun framkvæmd eins og vant er, en vitanlega er
skoðun þessi hið mesta kák; engin áhöld til, hvorki til að mæla eða
vega börnin.
Eyrarbakka. Nýbyggt skólahús í Hveragerði. í skólastofunni, þar
sem í vetur eru 22 börn, er loftrými 53,00m3, gluggastærð l,9m2/19,lm2.
Hitun hveramiðstöð, loftrás góð, skólapúlt 2, skólabað -j- salerni WC.,
leikvöllur leikskáli -þ, umgengni góð.
11. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Meðferð á sveitarómögum er sæmilega góð, ólíkt því
sem átti sér stað fyrir 20—30 árum. Þó varð ég þess var á einni ferð
minni í ár, að gömul kona, sem liggur í kör, var ekki sem bezt hirt,
— vildi sækja á hana lús; vandaði ég um það við húsbændur, og er
ég kom á heimilið fyrir skömmu síðan, varð ég var við mikla breyt-
ingu, enda lét ég húsbændur fá Cuprex til að þrífa gömlu konuna með,
og hefir það hrifið vel.
Borgarnes. Ég hefi ekki orðið annars var en að meðferð á sveitar-
ómögum sé fremur góð. Annars mun ekki mjög mikið um ómaga, því
góðærið hefir létt mönnum afkomu. Helzt munu heilar fjölskyldur eitt-
hvað styrktar og svo greitt með sjúklingum á sjúkrahús, t. d. geð-
veikum mönnum. Ég hefi orðið var við einstöku gamalmenni, bæði á
hreppsframfæri og einstakra manna, sem mér hefir virzt eiga fremur
dapurlega æfi. Einvera vegna fólksfæðar og einstæðingsskapar, ef til
vill helzt til kalt á vetrum og lakari hirðing en æskilegt væri. Þetta er