Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 74

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 74
72 notkunar í októbermánuði. Er það hin vandaðasta bygging með ný- tízkusniði og er reisl uppi á brekkunni við Torfunef. Hann er gerður úr steinsteypu allur; gólf öll dúklögð og er vel séð um birtu og loft- rými (svo á hvert barn kemur nálægt 5 teningsmetrum). 2 börnum í sveitaskólum var vísað frá vegna vanþroska. Þistilfi. Skólastaðir smábatna við það, að sæmilegum íbúðum f jölgar. Vopnafi. Skólanum (sem er stórt hús og byggt sem heimavist- arskóli, en heimavistinni aldrei komið á) hefir verið lítill sómi sýnd- ur, húsinu illa haldið við, og baðklefi, sem upphaflega var í kjallara, eyðulagður. Leikfimi hafa börnin æft í Miklagarði, fundahúsi hrepps- ins, en ekkert bað er þar. Tröppur skólans eru nú mjög af sér gengn- ar og hafa verið endurbættar á þann hátt, að sumstaðar hafa tvær tröppur verið gerðar að einni. Ekki hefir skólanefnd fengizt til að kaupa vog handa skólanum, og gengur því illa að fá þau vegin rétt, enda er víst engin vog við verzlanirnar ábyggileg eða löggilt. Allar stærri vogir voru dæmdar ónýtar af löggildingarmanni —• að sögn — fyrir mörg- um árum en notaðar samt. Skólpleiðsla skólans er í mesta ólagi, og veldur það óþrifnaði í kringum skólann. Um farskólann í sveitinni er hið sama að segja, að þar er allt af mestu vanefnum. Bcrufi. Salerni eru aðeins á 3 stöðum, en annars eru fjósin notuð. Skoðun barnanna er að þessu sinni annars því fyllri en áður, sem nú var gerð á þeim Pirquetsprófun, eins og öðrum. Rangár. Skólaskoðun framkvæmd eins og vant er, en vitanlega er skoðun þessi hið mesta kák; engin áhöld til, hvorki til að mæla eða vega börnin. Eyrarbakka. Nýbyggt skólahús í Hveragerði. í skólastofunni, þar sem í vetur eru 22 börn, er loftrými 53,00m3, gluggastærð l,9m2/19,lm2. Hitun hveramiðstöð, loftrás góð, skólapúlt 2, skólabað -j- salerni WC., leikvöllur leikskáli -þ, umgengni góð. 11. Meðferð þurfalinga. Læknar láta þessa getið: Skipaskaga. Meðferð á sveitarómögum er sæmilega góð, ólíkt því sem átti sér stað fyrir 20—30 árum. Þó varð ég þess var á einni ferð minni í ár, að gömul kona, sem liggur í kör, var ekki sem bezt hirt, — vildi sækja á hana lús; vandaði ég um það við húsbændur, og er ég kom á heimilið fyrir skömmu síðan, varð ég var við mikla breyt- ingu, enda lét ég húsbændur fá Cuprex til að þrífa gömlu konuna með, og hefir það hrifið vel. Borgarnes. Ég hefi ekki orðið annars var en að meðferð á sveitar- ómögum sé fremur góð. Annars mun ekki mjög mikið um ómaga, því góðærið hefir létt mönnum afkomu. Helzt munu heilar fjölskyldur eitt- hvað styrktar og svo greitt með sjúklingum á sjúkrahús, t. d. geð- veikum mönnum. Ég hefi orðið var við einstöku gamalmenni, bæði á hreppsframfæri og einstakra manna, sem mér hefir virzt eiga fremur dapurlega æfi. Einvera vegna fólksfæðar og einstæðingsskapar, ef til vill helzt til kalt á vetrum og lakari hirðing en æskilegt væri. Þetta er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.