Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 75

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 75
73 náttúrlega ekki almennt, en mér hefir dottið í hug, að heppilegt væri að safna þessum gamalmennum saman í gott hús, þar sem hverahiti væri, og hjúkrunarkona til að sinna gamla fólkinu. Svo hefði það ánægju og dægrastyttingu hvað af öðru. Þistilfj. Meðferð ósjálfbjarga fólks er góð. 12. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar. Læknar láta þessa getið: Skipaskaga. Akraneskirkja: Umgengni og þrifnaður i kirkjunni í bezta lagi. Um sveitakirkjurnar tvær er litið að segja. Þær munu hafa verið notaðar eitthvað í sumar, en frá því í október hefir aðeins verið messað einu sinni í Leirárkirkju, en aldrei í Saurbæ. Presturinn í Saurbæ situr suður í Reykjavík og hefir ekki sézt í vetur. Kirkjugarðar eru vel hirtir. Samkomuhús kauptúnsins orðið allt of lítið. Loftræst- ing ekki önnur en gluggar á hjörum, og er það ófullnægjandi, þegar fjölmennar samkomur eru. Þrifnaður í góðu lagi. 1 sveitum er aðeins eitt samkomuhús, í Leirársveit. í því húsi er ofn og gluggar á hjörum og þrifnaður sæmilegur. Borgarnes. Kirkjur eru nokkuð margar en smáar i héraði mínu og lítið munu þær vera notaðar, — sumar ekki hitaðar á vetrum vegna þess að ofn vantar eða þá eldivið; veit ég að prestar lesa oft ræðuna yfir heimafólki og nokkrum öðrum af næstu bæjum inni í baðstofu á kirkjustaðnum þegar kalt er. Kirkjunum þyrfti að fækka og flytja þær úr stað í samræmi við nýlegar vegagerðir. Viðtækjum útvarps er óðum að fjölga, og býst ég við að fólk heimti meiri útvarpsmessur — hádegismessur á sunnudögum, — og að kirkjuferðir leggist smátt og smátt niður í sveitum. Um kirkjugarða og greftrunarsiði kann ég ekk- ert nýtt að segja; vil þó geta þess, að ég teldi heppilegt, að líkbrennsla kæmist á hér á landi. Önnur samkomuhús: í héraði mínu eru fá þing- og samkomuhús; eru barnaskólarnir sumstaðar notaðir fyrir sam- komur, en í öðrum hreppum eru stærstu stofurnar í rúmbeztu íbúð- arhúsunum notaðar til fundarhalda. Mjög sjaldan sést fólk hrækja á gólfin nú orðið. Húsakynni alþýðu eru óðum að batna, og mörg hús eru árlega hyggð; einkum er bærilegt lag og skriður á þessu síðan Byg'gingar- og landnámssjóður tók til starfa; — aðeins er ég hræddur um að upphitun verði ekki eins góð og skyldi — þrátt fyrir miðstöðvarnar — vegna skorts á kolum. Mér virðist hreinlæti aukast smátt og smátt, en betur má þó ef duga skal; t. d. er salernum mjög ábótavant enn, og á sumum bæjum eru þau alls ekki til. Fráræsla er sumstaðar léleg, en allt fer þetta þó í framfaraátt. Ólafsvíkur. Kirkjur eru 6 í héraðinu, flestar óhitaðar og því óvist- legar og miður hollar á vetrum. Samkomuhús nokkurnveginn vel út- lítandi, en flest of lítil miðað við fólksfjölda, og loftræsting því ekki nægileg á fjölmennum samkomum. Svarfdæla. Samkomuhús hefir Ungmennafélag Svarfdæla reist í Dalvík, stórt og myndarlegt; er þar raflýsing og miðstöðvarhitun. Á l>rifnaði verða ekki stórstígar hreytingar á ári hverju, en af undanfar- inni reynslu má ætla, að heldur miði í áttina til hins betra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.