Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 76
74
Vopnafj. Kirkjur og samkomuhús hituð og sæmilega hirt. I fyrra
byggðu konurnar myndarlegt samkomuhús á Hofi. Kirkjugarðar eru
í hinni megnustu vanhirðu og alveg skipulagslausir. Leiði eru oft ekki
hlaðin upp fyr en eftir mörg ár. Leiði þau, sem upp eru hlaðin, afar-
stór og klunnaleg. Umgengni öll hin hörmulegasta. Allskonar rusl, svo
sem visnaðir kransar o. þ. h. liggur um allt. Lítil eða engin rækt sýnd
með því að girða leiðin eða gróðursetja á þeim blóm eða tré. Blómst-
urpottum og krukkum, sem sett eru á leiðin með blómum í, er venju-
lega stolið.
Mýrdals. I eina af kirkjum héraðsins, Skeiðflatarkirkju, hefir verið
sett miðstöðvarhitun, og hún endurbætt að öðru leyti. Hinar tvær eru
ofnlausar og hrörlegar, önnur svo, að prestur er hættur með öllu að
messa í henni á vetrum. Af öðrum samkomuhúsum er eitt nýlega
hyggt undir Eyjafjöllum; annars eru almennar samkomur jafnaðar-
legast haldnar í skólahúsunum.
Keflavikur. Kvenfélag Grindavíkur réðst í að byggja vandað funda-
hús úr steini; er það með vandaðri fundahúsum í kauptúnum og að
sama skapi smekklega gengið frá því að innanverðu. Fundarsalur er
þar, sem rúmar c. 400 manns, og svo ágæt ,,sena“. Uppi er eldhús og
veitingastofur.
13. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Læknar láta þessa getið:
Berufí. Skoðunargerð eftir kröfu lögreglustjóra fór fram 5. nóv. á
liki af farþega á Súðinni, sem fannst rekið hjá Djúpavogi. Rannsókn
og krufning leiddi í ljós, að maðurinn hafði fengið áverka á höfuðið
í lifanda lífi, en síðan dáið af drukknun.
14. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. I byrjun þessa árs gekk hin nýja heilbrigðissamþykkt
kauptúnsins í gildi. Þegar eftir að heilbrigðisnefnd var skipuð, kom
hún saman á fund og ræddi ýtarlega allt það, sem bráð nauðsyn var
að færa í lag. Gekk nefndin um allt kauptúnið, skoðaði vatnsból, safn-
gryfjur, fjós, salerni og annað utan húss og innan. Gerði hún ráð-
stafanir til að lagfæra það, sem ábótavant var, og gaf mönnum frest
á að hafa framkvæmt það innan ákveðins tíma. Var þessu yfirleitt
vel hlýtt. Ýmislegt er þó enn, sem hún hefir í huga að koma breytingu
á; má þar til nefna burtflutning á sorpi frá húsum, sem sumstaðar
hefir verið fleygt á miður heppilega staði.
Hólmavíkur. Heilbrigðissamþykkt var gerð handa Kaldrananes-
hreppi; hafa nú 2 hreppar í læknishéraðinu heilbrigðissamþykktir.
15. Bólusetningar.
Frumbólusett 2015; bólan kom út á 1506 eða 57%
Endurbólusett 2460; — — 1283 — 52%