Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 77
75
Skýrslur vantar úr Reykhóla-, Hóls-, Nauteyrar-, Reykjarfjarðar-,
Siglufjarðar-, Hróarstungu-, Seyðisfjarðar og Norðfjarðarhéruðum
(alls 8 héruðum).
í Rvík er útkoman þessi:
Frumbólusett 621; bólan kom út á 181 eða 29%
Endurbólusett 442; — — — - 365 -— 82%
Læknar kvarta við og við undan jjví, að erfiðlega gangi að fá hörn
til bólusetningar. Skýrslurnar virðast þó bera það með sér, að tala
frumbólusettra barna sé nærri lagi, og sennilega sleppa ekki mörg börn
undan henni. Fremur munu vanhöld á endurbólusetningunni, og vissu-
lega mun hún tiltölulega sjaldan vera endurtekin, er ekki kemur út
bóla við fyrstu tilraun.
Litlar sögur fara af sjúkdómum og slysum samfara bólusetningu,
og sennilega mun flestum læknum virðast of mikið úr gert í lýsingu
héraðslæknisins í Siglufj., sem hér fer á eftir. Og ekki er þar rétt til get-
ið að bólusetning nýfæddra barna í Englandi reynist hættuleg. Á sum-
um fæðingarstofnunum þar er það föst regla, að bólusetja nýfædd börn
(tveggja daga gömul) og gefst ágætlega. Börnunum verður ekkert um
bólusetninguna, enda er aldrei hægara að gæta fullkomins hreinlætis,
bæði við sjálfa aðgerðina og hirðingu eftir á. Og kemur til álita, hvort
ekki er rétt að taka þetta upp hér á landi.
Læknar láta þessa getið:
Siglufi. Ég hefi á síðustu árum verið að velta fyrir mér ýmsu um
bólustningarfyrirkomulagið á þessu landi. Það hefir allvíða í erlend-
um blöðum og tímaritum sézt upp á siðkastið töluvert af andmælum
og mótspyrnu gegn bólusetningum, eins og þeim nú er hagað, t. d.
á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Það hefir verið sagt, að bólusetning-
ar hafi haft ýmiskonar smitanir í för með sér, og er það mjög senni-
legt. Ennfremur, að börn hafi beinlínis og blátt áfram dáið af bólu-
setningu, og er Hygiea þá heldur fljót á sér við umbæturnar. Dauði af
bólusetningu hefir til allrar hamingju ekki ennþá komið fyrir undir
mínum handarjaðri, og um smitun get ég ekkert sagt, svo áreiðanlegt
sé. En ég hefi séð gasaleg sár eftir bólusetningar. Ég rispa svo, að ca.
2 cm. séu á milli rispanna og rispurnar í þríhyrning, miðrispan efst
i ca. 120° topphorni. Ég hefi margsinnis séð allt brenna saman, ne-
krotisera, detta upp úr og skilja eftir skálarsár á stærð við hálfa
appelsínu. Þetta eru ekki ýkjur. Það er auðvitað áramunur að því,
hve vaccinan er virulent. Mér er óskiljanlegt annað en að sú venja,
sem viðgengst í Bretlandi, að bólusetja börnin svo að segja nýfædd,
hljóti að hafa mörg barnslát í för með sér.
Ég fæ heldur ekki séð hvílík nauðsyn sé að því hólusetningarfyrir-
komulagi, sem hér viðgengst. Vér erum hér á afskekktri eyju og eig-
um svo að kalla einungis samgöngur við þau lönd, sem halda uppi
svo góðum sóttvörnum, að allt, sem til okkar kemur, má heita geril-
síað, að því er snertir illkynjaðar farsóttir, svo sem pest, bóla o. s.
frv. Ég minnist t. d. þess, að bólu varð vart í Kaupmannahöfn fyrir
fáum árum, og var D. F. D. S. eitthvað þar við riðið. Engin sóttbönn
voru lögð á skip þess, en allir menn á skipunum bólusettir áður en