Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Blaðsíða 77

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Blaðsíða 77
75 Skýrslur vantar úr Reykhóla-, Hóls-, Nauteyrar-, Reykjarfjarðar-, Siglufjarðar-, Hróarstungu-, Seyðisfjarðar og Norðfjarðarhéruðum (alls 8 héruðum). í Rvík er útkoman þessi: Frumbólusett 621; bólan kom út á 181 eða 29% Endurbólusett 442; — — — - 365 -— 82% Læknar kvarta við og við undan jjví, að erfiðlega gangi að fá hörn til bólusetningar. Skýrslurnar virðast þó bera það með sér, að tala frumbólusettra barna sé nærri lagi, og sennilega sleppa ekki mörg börn undan henni. Fremur munu vanhöld á endurbólusetningunni, og vissu- lega mun hún tiltölulega sjaldan vera endurtekin, er ekki kemur út bóla við fyrstu tilraun. Litlar sögur fara af sjúkdómum og slysum samfara bólusetningu, og sennilega mun flestum læknum virðast of mikið úr gert í lýsingu héraðslæknisins í Siglufj., sem hér fer á eftir. Og ekki er þar rétt til get- ið að bólusetning nýfæddra barna í Englandi reynist hættuleg. Á sum- um fæðingarstofnunum þar er það föst regla, að bólusetja nýfædd börn (tveggja daga gömul) og gefst ágætlega. Börnunum verður ekkert um bólusetninguna, enda er aldrei hægara að gæta fullkomins hreinlætis, bæði við sjálfa aðgerðina og hirðingu eftir á. Og kemur til álita, hvort ekki er rétt að taka þetta upp hér á landi. Læknar láta þessa getið: Siglufi. Ég hefi á síðustu árum verið að velta fyrir mér ýmsu um bólustningarfyrirkomulagið á þessu landi. Það hefir allvíða í erlend- um blöðum og tímaritum sézt upp á siðkastið töluvert af andmælum og mótspyrnu gegn bólusetningum, eins og þeim nú er hagað, t. d. á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Það hefir verið sagt, að bólusetning- ar hafi haft ýmiskonar smitanir í för með sér, og er það mjög senni- legt. Ennfremur, að börn hafi beinlínis og blátt áfram dáið af bólu- setningu, og er Hygiea þá heldur fljót á sér við umbæturnar. Dauði af bólusetningu hefir til allrar hamingju ekki ennþá komið fyrir undir mínum handarjaðri, og um smitun get ég ekkert sagt, svo áreiðanlegt sé. En ég hefi séð gasaleg sár eftir bólusetningar. Ég rispa svo, að ca. 2 cm. séu á milli rispanna og rispurnar í þríhyrning, miðrispan efst i ca. 120° topphorni. Ég hefi margsinnis séð allt brenna saman, ne- krotisera, detta upp úr og skilja eftir skálarsár á stærð við hálfa appelsínu. Þetta eru ekki ýkjur. Það er auðvitað áramunur að því, hve vaccinan er virulent. Mér er óskiljanlegt annað en að sú venja, sem viðgengst í Bretlandi, að bólusetja börnin svo að segja nýfædd, hljóti að hafa mörg barnslát í för með sér. Ég fæ heldur ekki séð hvílík nauðsyn sé að því hólusetningarfyrir- komulagi, sem hér viðgengst. Vér erum hér á afskekktri eyju og eig- um svo að kalla einungis samgöngur við þau lönd, sem halda uppi svo góðum sóttvörnum, að allt, sem til okkar kemur, má heita geril- síað, að því er snertir illkynjaðar farsóttir, svo sem pest, bóla o. s. frv. Ég minnist t. d. þess, að bólu varð vart í Kaupmannahöfn fyrir fáum árum, og var D. F. D. S. eitthvað þar við riðið. Engin sóttbönn voru lögð á skip þess, en allir menn á skipunum bólusettir áður en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.