Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 121
119
Ef litið er fyrst á aðaltölurnar sést að af 814 börnum eru 657 eða
81,9% Schick -j- og aðeins 18,1 % Schick Eins og flestir hafa fundið
annarsstaðar, finnur maður hér líka að stúlkurnar eru næraari en
drengirnir, 83,3% af stúlkunum næmar á móti 77,8% hjá drengjun-
um. Munurinn á milli kynjanna er mestur um 12 ára aldur, þar sem
79,2% af stúlkunum finnast næmar, en aðeins 66,7% af drengjunum.
Þessi mismunur er syniilega engin tilviljun, enda gengur hann reglu-
lega í gegn um alla aldursflokkana undantekningarlaust.
Ennfremur kemur mjög vel fram, hvernig jákvæðum útkomum fer
fækkandi með aldrinum. Stúlkur á níunda ári mega heita allar næm-
ar, þar sem aðeins 3 al’ 41 sýna neikvæða útkomu, en svo fer ónæmið
jafnt og stöðugt vaxandi frá ári til árs, unz næstum því 30% af stúlk-
unum eru orðnar ónæmar á 14. ári og 40% af drengjunum á sama aldri.
Einkennilegt er, að ónæmið fer mjög hægt vaxandi á aldrinum 8—12
ára, aðeins frá 14 upp i rúm 17%, en svo vex það ört úr því að
börnin eru orðin 12 ára, stígur þá á tveim árum um 20%.
Samanburður við önnur lönd. Fróðlegt er að bera árangurinn af þess-
um rannsóknum saman við það, sem samskonar rannsóknir hafa sýnt
erlendis. Hvergi hefir eins mikið verið gert að Schiekprófunum
eins og í Ameríku. Zinghcr’) hefir tekið saman skýrslu yfir Schick-
próf á yfir 150000 börnum í Bandaríkjunum, og fara hér á eftir tölur
hans og til samanburðar tilsvarandi tölur í Reykjavík.
Aldur Zingher Schick ~r~ Rvik Schick -
1—3 ára 16,8
5—6 — 39,7
7 — 49.6
8 — 56,5 13,97
9 — 63,5 14,58
10 — 67,8 15,82
11 — 70,7 17,24
12 — 71,8 26,36
13 — 73,4 37,50
14 — 76,9
15 — 80,3
yfir 15 — 81,8
Mismunurinn er afar áberandi, fyrst og fremst að því leyti, hve næm-
leikinn fyrir barnaveikinni virðist tiltölulega miklu útbreiddari hér,
þar sem 8 ára börnin eru hér eins næm og næmari en börn á 1—3. ald-
ursári vestanhafs. Aðgætandi er þó, að þessar tölur Zinghers eru með-
altölur margra mismunandi staða. í sumuin sveitahéruðum fann hann
allt að 85—90% Schick -f-. Ennfremur var töluverður munur á barna-
skólunum eftir því hvort börnin voru úr fátækrahverfunum, þar sem
bíbýlaþrengslunum í'ylgja auknir smitunarinöguleikar, eða frá efna-
heimilum, þar sem húsakynni eru rýmri og betri, minni smitunar-
möguleikar og því færri sem verða Schick h-.
H Zingher, Abr., Am. J. Dis. Child., 25 : 392 (May) 1923.