Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 123
121
á 413 skólabörnum í Surnadal í Noregi. Þar niá heita, að barnaveiki
hafi ekki koinið fyrir síðustu 10 árin. Byggðin er þar dreifð og sýk-
ingarmöguleikar því minni. Vegna þess, að ekki er ófróðlegt að bera
þessar norsku tölur saman við útkomuna hér í Rvík, set ég' þær hér:
fy % -ý-
tío
h
(u>
St
í þessu norska sveitahéraði er eftir Schickprófum að dæma sára-
lítið um ónæmi fyrir barnaveiki rneðal barnanna. En þar stígur ónæm-
ið ekki jafnt og þétt með aldrinum, heldur gengur í öldum. Þetta
stendur sennilega í sambandi við dreifinguna á fólkinu, sem gerir það
að verkum, að fólkið smitast nokkuð öðruvísi en í stórborgunum, nl.
heimilissmitun eins og þar, en minna um útismitun, svo að börnin
sinita síður jafnaldra sína í sveitinni.
I Rvík fer ónæmið stígandi með vaxandi aldri, en ekki jafnt og þétt,
heldur mjög lítið frá 8—12 ára aldurs, en stígur svo skyndilega. Hver
er orsökin til þessarar snöggu hækkunar? Til að gera sér grein fyrir
því, verður að athuga háttalag barnaveikinnar í bænum undanfarin ár.
Samkvæmt heilbrigðisskýrslunum hefir barnaveiki verið gefin upp
at læknum í Rvík sem hér segir:
1917 37, 1918 16, 1919 8, 1920 69, 1921 126, 1922 45, 1923 49, 1924
37, 1925 12, 1926 50, 1927 2, 1928 2, 1929 4, 1930 2.
Árið 1920 og 1921, hefir þá gengið dálítil alda af barnaveiki yfir
hæinn, ji. e. 10—11 árum áður cn þessar rannsóknir eru gerðar. Skýr-
ingin á hinni skyndilegu hækkun ónæmisins liggur sennilega í því að
]>að eru aðallega þau börn sein orðin eru 2ja ára og eldri, sem ná í
harnaveikina, því að þau eru farin að ganga og brölta sjálf á götunni,
en það eru einmitt þau börn sein nú eru 12 ára og eldri. Hin aftur á
móti, sem þá hafa verið í vöggu, hafa minni smitunarmöguleika, enda
kunnugt, að börn á fyrsta ári sýkjast mjög sjaldan af barnaveiki,
Je§na þess, að þau hafa meðfætt ónæmi, sem verndar þau framan af
^ýrsta aldursári.
10