Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Side 65
I. Árferði og almenn afkoma.
Árferði var talið sæmilega hagstætt sunnan- og vestanlands, en
óhagstætt í öðrum landshlutum, sérstaklega á Austfjörðum. Loftvægi
var 3,4 mb yfir meðallagi. Hiti var 0,6° undir meðallagi áranna 1931—
1960. Hlýjast var sunnan- og vestanlands, hiti frá meðallagi að %°
undir því, en kaldast á Ströndum og á annesjum norðanlands og austan,
eða 1°—1 y2° kaldara en í meðalári. Árssveifla hitans var mest 15°—18°
í innsveitum á Norður- og Norðausturlandi, en minnst var árssveiflan
við austurströndina, 9°—10°. Marz var kaldasti mánuður ársins. Úr-
koma var 18% innan við meðallag áranna 1931—1960. Sólskin mældist
1433 klst. í Reykjavík, en það er 184 klst. umfram meðallag áranna
1931—1960.
Veturinn (desember 1964—marz 1965) var óhagstæður framan af.
Hiti var rúmlega undir meðallagi.
Vorið (apríl—maí) var fremur hagstætt á Suður- og Vesturlandi,
en sérlega óhagstætt í útsveitum á Norður- og Austurlandi, þar sem
hafís var við strendur. Hiti var undir meðallagi.
Sumarið (júní—september) var sæmilega hagstætt nema á Norð-
austur- og Austurlandi, þar sem tíðarfar var mjög óhagstætt. Hitinn
var 1° undir meðallagi.
Haustið (október—nóvember) var mjög hagstætt. Hiti var í réttu
meðallagi.1)
Árið var þjóðarbúskapnum mjög hagstætt. Áætlað er, að þjóðar-
framleiðslan hafi aukizt um 5,0% frá árinu á undan, en raunverulegar
þjóðartekjur hækkuðu meira vegna bættra viðskiptakjara, eða um
9,2%. Aukning meðalmannfjölda ársins nam 1,8%, og jókst þjóðar-
framleiðslan því á mann um 3,2% og þjóðartekjur um 7,4%. Heildar-
verðmæti sjávarafurða jókst um 25,0%. Framleiðsla landbúnaðaraf-
urða jókst um 6,5%, iðnaðarframleiðslan um 1—2%, og byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð jókst um 9%. Innflutningur vöru og
þjónustu jókst um 7,7%, en útflutningur um 15,1%. Heildarútflutn-
ingur varð meiri en heildarinnflutningur, þannig að viðskiptajöfnuður
varð hagstæður um 150 millj. kr., og gjaldeyrisstaða bankanna batnaði
!) Tekið upp úr Veðráttan 1965, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu Islands.