Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Page 83
81 —
1965
2. Öndunarfærakvef (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2a og b.
a. Kvefsótt (475 cat. ac. nasophar.-trachealis).
1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965
Sjúkl. 21929 16738 21011 26631 27405 25449 24627 21554 24191 27247
Dánir 7 2 7 3 6 yy » f* y* yy
b. Brátt berkjukvef (500 bronchitis acuta).
1962 1963 1964 1965
Sjúkl 4187 3883 4629 4393
Dánir 5 9 6 2
Er skráð í nær öllum héruðum og fjöldi tilfella svipaður og undan-
farin ár, en manndauði af völdum veikinnar með allra minnsta móti.
Dreifing nokkuð jöfn á árið, en þó flest tilfelli tvo síðustu mánuði þess.
Álafoss. Vægur faraldur gekk um haustið.
Akranes. Faraldur í desember og fram á næsta ár.
Stykkishólms. I marz gekk illkynjað kvef í héraðinu. Barkaeinkenni
áberandi.
Reykhóla. Töluvert um kvef um vorið og slæmt kvef um haustið.
Þingeyrar. Að haustdögum fór að bera á kvefsótt, og var hún við-
loðandi út árið.
Blönduós. Gekk af og til allt árið, en lítið var um fylgikvilla.
Hofsós. Með meira móti alla mánuði ársins, en slæmur faraldur í
desember með barkabólgu og öndunarerfiðleikum.
Kópaskers. Slæmur faraldur gekk í febrúar og marz, að mestu leyti
án fylgikvilla. Verri faraldur í sept.—nóv. Lagðist einkum þungt á
börn. Fylgikvillar algengir.
Raufarhafnar. Algengt allt árið. Vægur faraldur um hásumarið og
slæmur faraldur í haust, sem einkum lagðist þungt á ungbörn og börn
yfirleitt. Fylgikvillar alltíðir, og réðst fremur lítið við þetta.
Þórshafnar. Gekk allt árið.
Vopnafj. Allslæmt kvef með þurrum barkahósta gekk í desember
og tók marga.
Noróur-Egilsstaða. Mikið kvefár, viðloðandi kvef allt árið, en mest
sumarmánuðina.
Búða. Gekk í bylgjum um héraðið. Sjaldan eða aldrei kveflaust með
öllu.
Eyrarbakka. Mikið kvef mánaðarlega, einkum fyrri helming árs.
Hafnarfj. Töluvert alla mánuði ársins, einkum síðustu mánuðina.