Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 86
1965
— 84
12. Gulusótt (092 hepatitis infectiosa).
Töflur 11 , III og IV, 12.
1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965
Sjúkl. 7 7 11 5 1 16 21 3 9 6
Dánir 1 ff 1 ff ff ff ff ff ff
Skráð í 4 héruðum.
13. Ristill (088 herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 13.
1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965
Sjúkl. 71 62 69 112 106 105 210 204 190 210
Dánir tf ff ff ff ff ff ff ff ff 1
14. Inflúenza (480—483 influenza).
Töflur II, III og IV, 14.
1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965
Sjúkl. 11934 18386 1568 20100 4099 2462 14646 10436 4542 2967
Dánir 24 55 5 45 5 4 36 33 6 2
Inflúenzufaraldur sá, sem var á ferð, aðallega í marz til júlí, hefur
ekki komið til skráningar umfram það, sem gerist, þegar enginn far-
aldur telst að inflúenzu, og víðast mun útbreiðsla hafa verið lítil. Sér-
staklega er athyglisvert, hve fá tilfelli voru skráð í Reykjavík. Veikin
er skráð í 31 héraði, og telja læknar hana hafa verið misþunga.
Rvík. Bólusettir voru 3063 manns í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
gegn inflúenzu af A-stofni.
Álafoss. Dálítið bar á inflúenzu og angina tonsillaris.
Akranes. Varð vart mánuðina apríl—maí, en breiddist ekki mikið út.
Kleppjárnsreykja. Fór hægt yfir, og var lítið um fylgikvilla.
Stykkishólms. Allvíðtækar bólusetningar gegn inflúenzu. Voru alls
bólusettir 768 einstaklingar, mest starfshópar af ýmsu tagi. Fyrstu
inflúenzutilfellanna varð vart 5. apríl. Veiktist á Vegamótum í Mikl-
holtshreppi allt það fólk, sem ekki hafði verið bólusett, en hinir bólu-
settu veiktust ekki. Um 20. apríl barst veikin í Eyrarsveit frá Reykja-
vík, og um mánaðamót apríl—maí gekk hún í Grafarnesi, en sá far-
aldur var mjög vægur og tók fáa. Um miðjan júní byrjaði svo allgreini-
legur faraldur í Stykkishólmi og nágrenni. Greinilegt, að tíðnin var lang-
mest í þeim aldursflokkum, sem ekki voru bólusettir, þ. e. börnum og
unglingum innan 15 ára.
Búðardals. Kom um vorið, en náði lítilli útbreiðslu. Talsvert hafði
verið bólusett gegn henni.
Blönduós. Inflúenza af A-stofni barst í héraðið frá Sauðárkróki að