Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Page 98
1965
96 —
3.
Lagt var upp í ferðalagið 8. ágúst og byrjað á Djúpavogi 10. ágúst.
Vinnu lokið á Skeggjastöðum 3. sept. Stanzað var og sjúklingar skoð-
aðir á 11 stöðum, samtals í 24 daga, svo sem meðfylgjandi tafla sýnir.
Um sjúkdómagreiningu er fylgt sömu reglum og áður hefur verið fylgt,
og hlutföllin milli hinna ýmsu sjúkdóma breytast heldur ekki verulega
milli ára. Svo sem skýrslur þessar bera með sér, eykst aðsókn jafnt
og þétt, og kemur þar til fyrst og fremst bættar samgöngur og aukinn
bílakostur á heimilum til sveita. Hefur aðsókn aukizt langmest á Egils-
stöðum, og valda því eflaust fyrrtaldar ástæður, og svo kann meðal-
aldur fólksins í því héraði að vera hærri nú en fyrir 20 árum síðan.
Aukin aðsókn sýnir þó greinilega, að íbúar þessara héraða telja sér í
hag að notfæra sér ferðirnar og vildu vafalaust fyrir engan mun án
þeirra vera.
4.
Hinn 11. nóvember skoðaði ég 53 í Vík í Mýrdal og daginn eftir 70
manns á Kirkjubæjarklaustri. Dagana 15.—20. nóvember skoðaði ég
447 manns í Vestmannaeyjum, þar af 185 börn á skólaskyldualdri, 50
þeirra án athugasemda. Hypertensivar æðabreytingar í augnbotnum
eru ekki teknar með í töfluna, 2 tilfelli í Vík, 1 á Kirkjubæjarklaustri
og 13 í Vestmannaeyjum, þar af aðeins eitt annars stigs. Aðgerðir:
4 stílanir táraganga, þrisvar teknir aðskotahlutir úr cornea og con-
junctiva, 1 chalazion skafið.
V. Ónæmisaðgerðir.
Tafla XVIII.
Frumbólusettir gegn bólusótt voru 4160. Kunnugt var um árangur
á 3518, og kom bóla út á 2895 þeirra, eða 82,3 %. Endurbólusettir voru
3593. Kunnugt var um árangur á 2505, og kom út á 1830 þeirra, eða
73,0%. Aukabólusetning fór fram á 130. Kunnugt var um árangur
á 25, og kom út á 15, eða 60,0%. Um aðrar ónæmisaðgerðir vísast til
viðeigandi taflna.
Álafoss. Bólusett, þegar þess var óskað, en engar skipulegar ónæmis-
aðgerðir fóru fram.
Akranes. Ónæmisaðgerðir barna nú nær eingöngu á heilsuverndar-
stöðinni. Þó fer endurbólusetning gegn bólusótt fram í barnaskólan-
um.
Stykkishólms. Kúabólusetning til reiðu á lækningastofu minni allt
árið á venjulegum viðtalstíma, en þrátt fyrir það vill það brenna við,
að börn séu ekki kúabólusett á tilsettum tíma. Regla að bólusetja með
trivax þrívegis á fyrsta ári, en bólusetningar þær á 2. ári og 5 ára, sem
taldar eru æskilegar, hafa mikið til farizt fyrir. Svo til engir hafa leitað