Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Qupperneq 103
— 101 —
1965
B. Slysavarnir.
Úr árbók Slysavarnafélags íslands: Á árinu voru 84 skip aðstoðuð
eða bjargað. 16 skipum hlekktist á, samtals 1326 smál., 14 sukku, en 2
náðust til hafnar, annað þeirra brunnið. Sjóslys og drukknanir voru
36, banaslys í umferð 20 og banaslys af ýmsum orsökum 28. Úr lífs-
háska af ýmsum ástæðum var bjargað 116 manns. Tekjur félagsins
námu kr. 5772662,60, þar af tillag ríkissjóðs kr. 550 þús. og Reykja-
víkurborgar kr. 150 þús.
Akureyrar. Hér er starfandi flugbjörgunarsveit, sem hægt er að
kalla í, ef stórslys ber að höndum. Einnig hafa skátar hér björgunar-
sveit, sem kalla má í, ef gera þarf leit að týndum mönnum eða flug-
vélum.
C. Mannskaðarannsóknir og önnur réttarlæknisstörf.
Engin skýrsla barst frá Rannsóknarstofu Háskólans fyrir þetta ár.
Rvík. Gerðar voru 88 réttarkrufningar á árinu.
Hellu. 1 réttarkrufning gerð í Reykjavík.
Keflavíkur. Réttarkrufningar var óskað 11 sinnum, og fóru þær
allar fram á Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg.
VIII. Skólaeftirlit.
Tafla X, a og b.
Skýrslur um skólaeftirlit bárust ekki úr eftirtöldum héruðum: Flat-
eyjar, Súðavíkur, Djúpavíkur, Hólmavíkur og Hveragerðis. Skýrslur
um barnaskóla taka til 25465 barna, og gengu 22309 þeirra undir aðal-
skólaskoðun. Tilsvarandi tölur í gagnfræðaskólum eru 10723 og 8560 og
menntaskólunum þremur, Kennaraskóla Islands og Verzlunarskóla Is-
lands 2507 og 2292. Skólahjúkrunarkonur unnu við 15 skóla utan
Reykjavíkur, og skólatannlækningar fóru fram í 24 skólum utan hennar.
Skýrslur um tannlækningar bárust úr aðeins 4 skólum, og þykir ekki
taka að birta þær. Upplýsingar fjármálaeftirlits skóla um skólabygg-
ingar verða birtar í næstu heilbrigðisskýrslum fyrir árin 1965—66.
Akranes. Auk almennrar skólaskoðunar að hausti hafði ég viðtals-
tíma 1 sinni í viku í barnaskóla Akraness. Tekinn í notkun nýr heima-
vistarbarnaskóli að Leirá fyrir 4 hreppana utan Skarðsheiðar. Er þessi
bygging mjög vegleg og hin vandaðasta. Lokið við stækkun barna-
skóla Akraness og viðbyggingin að fullu tekin í notkun.
Blönduós. Mesta hörmung er til þess að hugsa, að enn skuli tíðkast
farskólar með nær sama sniði og verið hefur síðustu áratugina.