Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Qupperneq 120
1965
— 118 —
22 voru fædd á Fæðingarheimili Guðrúnar Halldórsd.
22 — — - Sólvangi í Hafnarfirði.
62 — — - Fæðingarheimili Jóhönnu Hrafnfjörð í Kópavogi.
28 — — í heimahúsum.
Af þessum börnum voru 46 ófullburða. Eitt þeirra dó, en hin lifðu.
Rannsóknir.
Á árinu var ákveðið að athuga eins vel og tök væru á, hve al-
geng raunveruleg beinkramareinkenni eru í íslenzkum börnum á fyrsta
ári. Það er mikið ágreiningsatriði meðal lækna, hvað telja megi byrj-
andi einkenni á beinkröm. Er því lítil eining um, hvernig haga beri
„rachitis prophylaxis". Því var ákveðið að gera „blinda athugun“ á
eins mörgum íslenzkum ungbörnum og næðist í til þess að vega og
meta eftirfarandi atriði:
1) Klínísk einkenni, sem læknar deildarinnar álíta, að beri vott um
byrjandi beinkröm.
2) Breytingar á alk. phosphatasa, kalki og fosfór í blóði.
8) Breytingar á röntgenmyndum af beinum (þar sem ástæða þykir
til að kanna þær einnig).
Markmið rannsóknarinnar yrði því að gera samanburð á klínískum
einkennum, kemískum breytingum í blóði og breytingum á röntgen-
myndum af beinum í þeim tilgangi að kanna, hvort nokkurt hlutfall sé
milli þessara þriggja atriða. öll börn, sem náðst hefur til, hvort sem
þau voru talin hafa beinkramareinkenni eða ekki, tóku þátt í rann-
sókninni. Vonazt er til, að rannsókn þessi gefi þó nokkra hugmynd
um, hvort læknar barnadeildar geri sjúkdómsgreininguna „beinkröm“
of oft eða of sjaldan, og gefi jafnframt nokkrar leiðbeiningar um,
hvernig æskilegast sé að haga „rachitis prophylaxis“.
Mæðradeild.
Á deildina komu alls 2204 konur, en tala skoðana var alls 11160.
Meðal þess, sem fannst athugavert við skoðun:
3 konur höfðu blóðrauða 50—59%
35 — — — 60—69%
681 — — — 70—80%
719 konur höfðu því blóðrauða 80% eða lægri.
65 konur höfðu hækkaðan blóðþrýsting (140/90 eða hærri, tvisvar
eða oftar), án annarra einkenna.
517 — — bjúg, án annarra einkenna.
42 — — hvítu í þvagi, án annarra einkenna.