Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Page 125
— 123
1965
£ Frá fyrra ári Komu á ár. Fóru á ár. Dóu á ári Eftir v. áramót í3
1 H 3 i u 3 i U 3 3 Ih 3 c 3 •o
*c3 H «3 s O Q> S O X 0) s O W <D s O <D s O 00 <D
Rvik: Ellih. Grund . 160 44 131 11 49 19 48 3 36 129 58907
„ Hrafnista, DAS 226 88 62 54 51 16 13 1 - 122 103 68522
Akranes 14 4 9 1 2 _ 1 _ 2 5 8 4657
ísafjarðar 22 5 15 2 - - - 1 3 6 12 7293
Akureyrar: Akureyrar 35 12 20 3 6 1 2 3 - 11 24 ?
„ Skjaldarv. 54 51 9 14 3 A 3 16478
Vestmannaeyja 22 7 7 2 - - - 1 2 8 5 4804
Keflavíkur 16 6 6 2 3 - 1 1 1 7 7 4940
Hafnarfj.: Sólvangur 17 7 14 2 5 — 4 1 2 8 13 7865
Hveragerði (33 rúm) og ellideild við sjúkrahúsið á Blönduósi (23 rúm).
Munu þá vera samtals um 630 rúm í öllum elliheimilum landsins, og
eru þá ekki meðtalin rúm á sjúkradeildum elliheimila, sbr. töflu um
sjúkrahús.
H. Drykkjumannahæli.
Á gæzluvistarhælinu í Gunnarsholti og vistheimili Bláa bandsins í
Víðinesi eru samtals 44 rúm. Sjúklingar á Flókadeild Kleppsspítalans
eru taldir með öðrum sjúklingum spítalans, en á deildinni eru 30 rúm.
I. Dvalar- og dagheimili fyrir börn og unglinga.
Upptökuheimilið í Elliðahvammi hefur nú verið flutt í Kópavog. Á
því eru 8 rúm. I ársbyrjun voru þar 2 drengir, 48 börn komu á árinu,
20 drengir og 28 stúlkur, 50 fóru, 22 drengir og 28 stúlkur, og enginn var
eftir í árslok. Dvalardagar voru 929, og meðaltal dvalardaga á vist-
barn var 18,6.
Á Vistheimilinu í Breiðuvík eru 16 rúm. Þar voru 14 drengir í árs-
byrjun, 2 komu á árinu, 6 fóru, og 10 voru eftir í árslok. Dvalardagar
voru 4563 og meðaltal dvalardaga á vistmann 285,2.
Rvík. 6 dagheimili voru starfrækt, börn alls 661, dvalardagar 110930.
8 leikskólar voru starfræktir, börn alls 1473, dvalardagar 116891.
Rauði Kross Islands tók á móti 163 börnum að Laugarási í Biskups-
tungum og 72 börnum að Ljósafossi í Grímsnesi. 1 barnaheimili Vor-
boðans í Rauðhólum dvöldust 60 börn, og í sumarheimili Hjálpræðis-
hersins í Elliðakotslandi í Mosfellssveit dvöldust 34 börn.
Barnaverndarnefnd hafði á árinu afskipti af 104 heimilum með 235