Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Side 130
1965
— 128 —
Umsóknir Þar af samþykktar
Fiskverzlanir .................................. 8 8
Kjötverzlanir .................................. 5 5
Mjólkur- og brauðverzlanir ..................... 1 1
Nýlenduvöruverzlanir ........................... 3 3
Nýlenduvöru- og kjötverzlanir .................. 9 8
Tóbaks- og sælgætisverzlanir .................. 28 27
Ýmsar verzlanir ................................ 0 0
Brauðgerðarhús ................................. 3 3
Efna-, gosdrykkja- og sælgætisgerðir...... 0 0
Fiskvinnsla, fiskþurrkun ....................... 4 3
Framleiðsla og sala mjólkuríss ................. 2 2
Kjötvinnsla, kjötverkun......................... 5 4
Bakara-, hárgreiðslu- og snyrtistofur .... 14 13
Síldarverksmiðjur .............................. 0 0
Ýmis iðnaður .................................. 53 50
Samkomu- og gistihús .......................... 16 14
Veitingastaðir ................................ 14 12
Nuddstofur ..................................... 0 0
Skólar og dagheimili ........................... 8 8
Vörugeymslur ................................... 3 3
Breytingar á húsnæði og starfsemi.............. 50 36
200
Önnur mál, sem nefndin fjallaði um, voru þessi helzt: Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjan í Örfirisey, Ölgerðin Egill Skallagrímsson h/f,
mjólkursölumál, aðstaða til betri kælingar í mjólkurbúðum, ný gerð
skyrumbúða og húsnæðismál. Nefndin gaf út 22 sinnum fyrirmæli um
endurbætur á húsnæði og rekstri, oftast að viðlagðri lokun, sem kom
til framkvæmda hjá 4 fyrirtækjum. 2 skip voru stöðvuð. Bannaðar
voru 6 íbúðir. Á árinu var tekinn upp sá háttur að banna til íbúðar
húsnæði, sem telst óhæfilegt, miðað við að slíkt bann komi til fram-
kvæmda við næstu íbúandaskipti.
Akranes. Heilbrigðisnefnd vann að samningu nýrrar heilbrigðissam-
þykktar fyrir bæinn.
Suðureymr. Heilbrigðisnefnd hélt einn fund á árinu. Gerðar voru
ályktanir í sambandi við vatnsveitumál, hundahreinsun og lóðahreins-
anir.
Ólafsfj. Einni verzlun lokað á árinu vegna óþrifnaðar.
Raufarhafnar. Heilbrigðisnefnd reyndi að starfa á Raufarhöfn í
sumar. Henni höfðu borizt kvartanir út af slæmri mjólk og aðallega
sóðalegri meðferð á mjólkurílátum, en öll neyzlumjólk er aðflutt, mest-
megnis frá Húsavík. Að athugaðu máli og af eigin reynslu átti þessi
umkvörtun fyllilega rétt á sér.
Hafnarfj. Heilbrigðisnefndin hefur haldið nokkra fundi. Sorpi