Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Qupperneq 144
1965
— 142 —
Máliö er lagt fyrir læknaráö á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Telur læknaráð, að tímabært hafi verið að framkvæma varanlegt
örorkumat á slasaða, þá er það var framkvæmt af Páli Sigurðssyni
lækni hinn 12. ágúst 1965?
2. Sé svo, fellst læknaráð á mat Páls Sigurðssonar læknis að því leyti?
3. Ef svo er ekki, hver telst þá hæfilega metin varanleg örorka slasaða
af völdum slyssins?
Tillaga réttarmáladeilcLar
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Já.
Ad 2: Já.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags, 27. apríl
1967, staðfest af forseta og ritara 12. maí s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
2/1967.
Þór Vilhjálmsson borgardómari hefur með bréfi, dags. 31. janúar
1967, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 23. s.m.,
leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 5353/1965: H. J-son f. h. ófjár-
ráða sonar síns, Þ. H-sonar, gegn Árvakri h.f.
Málsatvik eru þessi:
Mánudaginn 28. september 1959, um kl. 6 að kvöldi, var Þ. H-son
...........Reykjavík, í sendiferð fyrir Alþýðublaðið, og átti hann
erindi til auglýsingastjóra Morgunblaðsins í Aðalstræti 6. Er hann fór
inn um vængjahurð á setjarasalnum, kvaðst hann hafa stutt hendinni
á rúðuna í nyrðri hurðinni, en þá hafi rúðan hrokkið í sundur með
þeim afleiðingum, að hann hafi skorizt illa á hægra úlnlið.
Slasaði var fluttur í bifreið í Slysavarðstofu Reykjavíkur, þar sem
gert var að meiðslum hans.
1 málinu liggur fyrir svo hljóðandi vottorð Hauks Kristjánssonar
yfirlæknis, dags. 30 nóvember 1959:
„Þ. H-son,..............slasaðist á h. hönd þann 28. september 1959
og hlaut ca. 4 cm skurð volant á h. úlnlið. Fóru í sundur 2 sinar.
Gert var að sárinu í Slysavarðst. Reykjavíkur og höndin sett í gips.
Hann kom nokkrum sinnum til eftirlits, og þ. 17. október voru saumar
teknir og honum leyft að nota höndina lítilsháttar.
1 dag er full hreyfing í úlnlið, en nokkur fyrirferðaraukning, þar sem
sárið var. Segist hann stundum fá dál. verki í þetta.“