Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Page 147
— 145 —
1965
1967, staðfest af forseta og ritara 12. maí s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
3/1967.
Yfirborgardómari í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 17. maí 1967,
skv. úrskurði, kveðnum upp í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur s. d.,
leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 1/1967: A. G. f. h. ófjárráða
sonar síns, I. I-sonar gegn Venusi h.f. og Sjóvátryggingarfélagi Islands
h.f. til réttargæzlu.
Málsatvik eru þessi:
Föstudaginn 19. júní 1964, um kl. 0.30, var b.v. Þorsteinn Ingólfsson
RE 206 staddur um 4 mílur út af Gróttu með stefnu fyrir Snæfells-
jökul. Þá gerðist það, að 1. Ó-son háseti,......., Reykjavík, hljóp
fyrir borð og drukknaði. Hans var leitað árangurslaust um það bil eina
klukkustund.
Að sögn sjónarvotta var I. eitthvað undir áhrifum áfengis, en tog-
arinn lagði úr höfn í Reykjavík um kl. 20.45 hinn 18. júní eða 3 klukku-
stundum og 45 mínútum áður en slysið varð.
Hinn 17. janúar 1963 varð I. fyrir methyl-chlorid eitrun um borð í
b.v. Röðli G. K. 518. I málinu liggur fyrir læknisvottorð dr. med. Óskars
Þórðarsonar, yfirlæknis Borgarspítalans í Reykjavík, dags. 20. apríl
1963, svo hljóðandi:
„I. Ó-son, f. 28. desember 1939, .......... R. Hann var vistaður
á spítalanum frá 20. janúar—9. febrúar. Hann veiktist að kvöldi þess
17. janúar með ógleði, uppköstum og vatnsþunnum hægðum. Hafði enga
verki í kviðarholi, ekki sjóntruflanir eða hiksta. Þessi einkenni hurfu
á tæpum sólarhring, en hann var allmáttfarinn við komu á spítalann.
Við komu á spítalann er hann ekki fyllilega orienteraður í tíma og rúmi.
Veit, að hann er á sjúkrahúsi, en ekki hvaða, og heldur veit hann ekki,
hversu lengi hann hefur verið á spítalanum. Á meðan á skoðun stendur,
mókir hann annað slagið, en svarar þó alltaf, ef nógu hátt er talað við
hann, og fæst þá til að svara. Hann er euforiskur, og talið er nokkuð
drafandi og er greinilega stirðmæltur. Hann hefur ptosis á báðum
augum og accommodationstruflanir. Ekki varð vart við lamanir á bol
eða útlimum. Reflexar voru til staðar; ataxi fannst ekki. Almenn blóð-
rannsókn var eðlileg. Við rannsókn á þvagi fannst bæði eggjahvíta og
acetone. Smásjárrannsókn á þvagi var eðlileg. Blóðþrýstingur var