Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Síða 148
1965
— 146
eðlilegur. Endurteknar rannsóknir á elektrolytum í blóði voru eðlilegar.
Lifrarfunktionspróf voru eðlileg. Leitað var að methanol í blóði, en
það fannst ekki. Kreatinin í blóði var eðlilegt. Nýrnafunktionspróf
(B. S. P.) var eðlilegt. Rannsóknir á mænuvökva voru eðlilegar. Þ. 22.
marz voru þvagrannsóknirnar orðnar eðlilegar. Hjartarafrit og gegn-
lýsing á lungum var eðlileg. Gerð var ástunga á lifur. Við smásjár-
skoðun á lifrarvef var ekkert sérstakt að sjá utan, að frymi
lifrarfrumanna var greinilega smákornótt. Ástand sjúklingsins lag-
aðist fljótlega. Þ. 23. janúar var euforian horfin og dysarthrian sömu-
leiðis. Minnið var þá gott, ptosis var horfinn, en hvarmabólga, sem
var til staðar við komu, var enn ekki alveg horfin. Við brottför af
spítalanum var sjúklingurinn einkennalaus, nema að hvarmabólgan
var enn ekki alveg horfin.
Hann kom í kontrol þ. 14. febrúar. Rannsóknir á blóði og þvagi voru
þá eðlilegar, og hann fullyrti, að sér liði vel. Honum var sagt að hefja
vinnu um mánaðamótin febrúar—marz, en gera vart við sig á spítal-
anum, ef hann fyndi til óþæginda. Hann kom til mín á spítalann í
marzlok og var þá ekki farinn að vinna aftur. Hann sagðist ekki vera
búinn að ná sér fyllilega ennþá. Hafði engin óþægindi frá meltingar-
færum eða þvagfærum og hafði hvorki sjóntruflanir né ataxi. Hann
fékk dagpeningavottorð til Tryggingastofnunarinnar. Honum var sagt
að gera vart við sig á spítalanum aftur, ef þessi einkenni ekki löguðust
eða ef þau versnuðu. Ég hefi nýlega reynt að hafa tal af honum, en var
sagt, að hann væri nú á Röðli og að skipið myndi ekki koma í höfn fyrr
en eftir ca. % mánuð.
Niðurstaða: I. Ó-son hefur orðið fyrir meðalþungri methylklorid-
eitrun, sem olli einkennum frá centraltaugakerfi og nýrum. Hann mun
hafa byrjað að vinna um síðustu mánaðamót, en hvernig hann þolir
erfiðisvinnu, verður ekki sagt, fyrr en rannsókn hefur verið endur-
tekin.“
Sami læknir vottar á þessa leið hinn 24. september 1964:
„Samkvæmt beiðni hr. Arnljóts Björnssonar f. h. Sjóvá fylgir hér
með viðbót við þá skýrslu, sem ég gaf þ. 20. apríl s.l. um hr. I. ó-son,
f. 28. desember 1939.
Þar sem yður mun vera kunnugt um, með hverjum hætti dauða hans
bar að þ. 19. júní s.l., verða þau atvik ekki rakin hér.
Ég rannsakaði I. í júní og aftur í desember 1963. Hann hafði þá
verið á sjónum sleitulaust, frá því að hann byrjaði að vinna aftur eftir
slysið á bv. Röðli. Hann kvartaði í bæði skiptin um úthaldsleysi, skjálfta
í útlimum og óeðlilega mikinn svita við vinnu. Almenn rannsókn ásamt
rannsókn á blóði, lifrarstarfsemi og þvagi var eðlileg í bæði skiptin.
Frá móður hans, frú S. S-dóttur, og systur hans frú I. Ó-dóttur hef
ég aflað mér eftirfarandi upplýsinga. Þeim er ekki kunnugt um geð-
sjúkdóma í ætt I. Fyrir slysið í janúar 1963 höfðu þær ekki orðið varar