Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Síða 153
— 151 —
1965
góðar. Hreyfingar í handleggjum og ganglimum eru eðlilegar, en tak-
markast þó að vissu leyti af stífleikanum í hryggnum.
Að hvaða leyti meiðsli sjúklings 1953 hafa flýtt fyrir þessum sjúk-
dómi, verður ekki fullyrt, en um greinilega verra ástand er að ræða
hjá honum, til mikilla muna frá 1953, og einnig greinilega verra en við
skoðun 1959.“
Maðurinn kom til viðtals hjá undirrituðum 23. marz 1965. Hann
skýrir frá tildrögum slyssins og afleiðingum þess eins og fram kemur
í vottorðum hér á undan. Hann kveðst aldrei hafa fundið til í baki
fyrir slysið. Síðan slysið varð, kveðst hann aldrei hafa verið fullgóður
í baki. Hann kveðst aðeins hafa verið frá vinnu 1 mánuð eftir slysið,
en byrjað að vinna, þó að hann hefði allmikil óþægindi. Síðan kveðst
hann hafa farið smáversnandi og telur sig nú varla geta stundað starf
sem lögregluþjónn. Hann lýsir þessu þannig, að ekki séu miklir verkir
í baki, en mikill og vaxandi stirðleiki. Aldrei hefur verki lagt niður í
fætur. Hann kveðst að öðru leyti hafa verið hraustur.
Skoöun: Útlit svarar til aldurs. Hraustlegur maður. Hann gengur
stirðlega og með fullkomlega fixerað bak. Við skoðun á hrygg er bakið
alveg fast og thoracal kyphosa lítils háttar aukin. Við að beygja fram
á við verður felling eingöngu í mjaðmarliðum um ca. 30°, en engin önnur
hreyfing í bakinu nema í hálsliðum, þar er hreyfing ca. % af venju-
legri hreyfingu í allar áttir. Ilreyfingar í liðum ganglima eru eðli-
legar nema e. t. v. lítils háttar snúningshindrun í hægri mjaðmarliðn-
um. Fætur eru eðlilegir. Ekkert athugavert að finna við aðra liði lík-
amans.
Röntgenskoðun var gerð 24. febrúar 1965, og segir svo í umsögn
röntgenlæknis:
„Col. Thoraco-lumbo-sacralis.
Dextro-convex-sveigja í col. lumbalis, og miklar osteoarthrotiskar
breytingar þar, og raunar líkist útlitið frekar spondylarthritis anchylo-
poetica, því að ligamenta longitudinale er kalkaður samruni sem sagt
eftir allri hrygglengjunni, a. m. k. alveg frá miðjum thoracalliðum
og niður úr. Hliðarkalkanir eru einnig nokkrar, en líkjast þær þó frekar
yfirbrúuðum osteophytum. En vegna mikillar sclerosu í transversallið-
unum er nærri öruggt um spondylarthritis diagnosuna.
R. diagn.: Spondylarthritis anchylo-poetica.
NB. Það, sem til sést, sýnist einnig vera mjög lélega opið sacro-ilia-
cal-liðbil.“
Ályktun: Hér er um að ræða 38 ára gamlan mann,semslasastviðvinnu
sína fyrir rúmum 15 árum. Við slysið hlaut hann almennt nokkurt hnjask
og aðallega á bakið. Hann var frá vinnu um mánaðartíma eftir meiðslið.
Röntgenskoðun viku eða 10 dögum eftir slysið sýndi greinilega breyt-
ingar um spondylitis anchylo-poetica, en ekki merki um nein brot eða
önnur meiðsli á hryggnum.