Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Side 155
— 153 —
1965
Niðurstaða: Örorku hr. S. S-sonar er óhætt að meta milli 40—50%,
þegar miðað er við líkamlega vinnu. Aðalorsök örorkunnar er ekki
hægt að rekja til starfs hans í þágu lögreglunnar. Hinsvegar er ekki
ólíklegt, að slys það, er hann varð fyrir í starfi þ. 24. janúar 1953, hafi
flýtt fyrir örorkunni.“
Tilvitnað örorkumat frá 3. desember 1959 liggur fyrir í málinu, og
kemur efni þess allt fram í áður nefndu örorkumati Páls Sigurðs-
sonar. Enn fremur liggur fyrir læknisvottorð............. [fyrrnefnds
sérfræðings í geislalækningum], dags. 15. marz 1965, en það er tekið
orðrétt upp í örorkumat Páls Sigurðssonar.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Telur ráðið, að S. S-son hafi hlotið tímabundna og/eða varanlega
örorku vegna áverka 24. janúar 1953?
2. Ef svo er, hver er þá örorkan að áliti ráðsins?
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék prófessor dr. med. Tómas
Helgason sæti, en í stað hans kom prófessor dr. med. Júlíus Sigurjóns-
son.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs.
Ad 1. Ráðið telur, að varanleg örorka S. S-sonar stafi af sjúkdómi í
hrygg (spondylarthrosis ankylopoetica), sem hafi verið byrj-
aður, þegar hann varð fyrir áverka 24. janúar 1953. Hins vegar
má gera ráð fyrir, að áverkinn hafi valdið tímabundinni ör-
orku.
Ad 2. Ráðið telur hina tímabundnu örorku af völdum slyssins hæfi-
lega metna á þann hátt, sem fram kemur í umsögn Páls Sigurðs-
sonar tryggingayfirlæknis, dagsettri 6. maí 1965.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 28. sept-
ember 1967, staðfest af forseta og ritara 10. nóvember s. á., sem álits-
gerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 24. janúar 1968 var stefnda,
fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, gert að greiða stefnanda kr. 45.000,00 auk vaxta
frá 25. janúar 1953 til greiðsludags og kr. 15.000,00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
5/1967.
Ármann Kristinsson, sakadómari í Reykjavík, hefur með bréfi,
dags. 22. september 1967, leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmál-
inu: Ákæruvaldið gegn E. G-syni.