Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Side 156

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Side 156
1965 — 154 — Málsatvik eru þessi: Aðfaranótt laugardagsins 31. október 1964 um kl. 3, kom ákærður í máli þessu, E. G-son............... Hafnarfirði, á heimili hjónanna G. S-dóttur og J. J-sonar.............. Reykjavík. Þau hjón höfðu verið skilin að borði og sæng um tíma, en höfðu daginn áður ákveðið að reyna með sér sættir og taka upp sambúð. Meðan á skilnaðinum stóð, hafði konan kynnzt ákærðum og tekið hann inn á heimili sitt nokkra daga. Föstudaginn 30. október kom til orðahnippinga milli ákærðs og eiginmannsins, er hinn síðar nefndi kom til konu sinnar að leita um sættir. Þá um kvöldið fóru hjónin í bíó, en þegar heim kom, fréttu þau, að ákærður væri farinn, en mundi koma daginn eftir að sækja bifreið, sem hann hafði skilið eftir. Fóru þá hjónin að sofa, en um kl. 3 um nóttina vaknaði konan við, að barið var á dyr og glugga. Fór hún að athuga þetta, og var þar kominn ákærður og vildi komast inn. Konan fór þá fram og læsti svefnherbergisdyrunum og hugðist tala um fyrir ákærðum, en hann ruddist inn í húsið og tók í svefnherbergishurðina, sem var læst. Æstist hann þá upp og braut upp hurðina og réðst að húsbóndanum, þar sem hann lá sofandi og tók fyrir kverkar honum, herti að og hafði í frammi heitingar, unz leigjandi í húsinu. Ó. G-son, kom á vettvang og skakkaði leikinn. Var þá húsbóndinn að sögw Ó. máttlaus og blár í framan. J. J-son var fluttur á Kleppsspítala stuttu eftir árásina vegna geð- truflana. í málinu liggur fyrir álitsgerð Páls Sigurðssonar trygginga- yfirlæknis, dags. 28. ágúst 1967, svo hljóðandi: ,,Með bréfi 14. ágúst s.l. senduð þér gögn í málinu: Ákæruvaldið gegn E. G-syni og óskuðuð þar eftir, að ég léti sakadóminum í té ýtar- lega álitsgerð varðandi heilbrigði J. J-sonar,........., svo og hvort telja bæri vistun hans á Kleppsspítala í nóv. 1964 hafa verið afleiðing þeirrar árásar, er hann varð fyrir 31. október sama ár, hvernig heil- brigðisástandi hans væri háttað nú og hvort um varanlegt heilsutjón vegna fyrrgreindrar árásar væri að ræða. 1 þeim gögnum, sem til er vitnað, eru afrit þriggja læknisvottorða, hið fyrsta er frá 3. nóvember 1964 og staðfestir þar..........læknir, að J. J-son hafi verið lagður inn á Kleppsspítalann þann 2. nóvem- ber 1964. Annað læknisvottorð er frá Þórði Möller yfirlækni, dags. 12. desem- ber 1964, og er það vottorð svo hljóðandi [bréf til Gunnars Sæmunds- sonar, þá fulltrúa bæjarfógetans í Hafnarfirði] : „Vegna fyrirspurnar yðar, herra fulltrúi, í bréfi, dagsettu 8. desem- ber 1964, um vistun J. J-sonar, ............. Reykjavík, hér á spítal- anum, um heilsufarsástand hans og batahorfur skal þessa getið: Um það bil 17 klukkustundum eftir að J. varð fyrir líkamsárás, varð hann sýnilega óskýr og ruglaður, en lélegt minni eftir á bendir til þess, að meðvitund hans kunni að hafa verið óskýr nokkru lengur. Verður að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.